Mikil gremja eldri borgara út í stjórnvöld! Björgvin Guðmundsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikil óánægja í dag meðal aldraðra með kjörin! Sumir hafa ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. En aðrir, mjög stór hópur eldri borgara, hafa fyrir öllum helstu útgjöldum en verða að horfa í hverja krónu og eiga erfitt með að veita sér nokkuð. Eldri borgurum svíður mjög, að þegar þeir eru búnir með sína starfsævi og komnir á eftirlaunaaldur, skuli þeir ekki geta haft viðunandi kjör. Eldri borgarar eiga það svo sannarlega inni hjá þjóðfélaginu, að þeir geti átt áhyggjulaust ævikvöld.Það verður að gera eitthvað róttækt! Ég hef skrifað um kjaramál eldri borgara í mörg ár en aldrei fengið eins mikil viðbrögð við greinum mínum eins og á þessu ári. Aldraðir láta í ljós óánægju með kjör sín. Það er mikil ólga og undiralda í þjóðfélaginu vegna slæmra kjara og áhugaleysis stjórnvalda á högum eldri borgara. Margir aldraðir segja: Það verður að gera eitthvað róttækt, stjórnvöld hafa hundsað okkur nógu lengi. Við verðum að fara í mál við ríkið eða bjóða fram. Þannig er tónninn. Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavik og nágrenni er nú að kanna með lögfræðingum hvort grundvöllur er fyrir því séð fara í mál við ríkið vegna slæmra kjara þeirra eldri borgara sem verst eru staddir. Væntanlega verður komin niðurstaða i það mál fyrir áramót.Endar ná ekki saman Einhleypur eldri borgari, ekkjumaður, kom að máli við mig. Hann hefur rétt rúmar 200 þúsund krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði, samanlagðan lífeyri frá almannatryggingum og lífeyri frá lífeyrissjóði. Hann er með 60 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði en vegna þess sætir hann skerðingu um 36 þúsund krónur mánaðarlega hjá Tryggingastofnun, þannig að hann fær ekki þar nema 156 þúsund krónur á mánuði eftir skatt í stað 192ja þúsunda króna. Af þessum rúmlega 200 þúsund krónum þarf hann að greiða öll sín útgjöld, mat, fatnað, húsnæðiskostnað, rafmagn og hita, lyf, lækniskostnað, gjafir, kostnað við rekstur á bíl og fleira. Endar ná ekki saman hjá honum. Hann kveðst ekki hafa efni á að hreyfa bílinn. Hann á yfirleitt ekki fyrir bensíni, svo bíllinn er oftast óhreyfður.Verður að neita sér um margt Maður þessi greip til þess ráðs í fjárhagsvandræðum sínum að taka yfirdráttarlán í banka. Það bjargaði honum um tíma en var skammgóður vermir enda gífurlegur kostnaður af slíkum lánum. Nú hefur bankinn gjaldfellt yfirdráttarlánið og maðurinn er í sömu erfiðleikum og áður. Hann verður alltaf að neita sér um eitthvað eða draga það. Stundum er það lækniskostnaður eða lyfjakostnaður en oftast bensín á bílinn. Hann á erfitt með að kaupa nokkrar gjafir.Getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Í dag þykir sjálfsagt að hafa tölvu og bíl en það má heita, að þessi eldri borgari hafi hvorugt, þar eð hann getur lítið sem ekkert hreyft bílinn. Og hann hefur ekki efni á tölvu. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgara. Samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar á ríkið að aðstoða elli- og örorkulífeyrisþega, ef þarf. Það þarf í þessu tilviki.Verið að níðast á eldri borgurum Þessi eldri borgari vill fara í mál við ríkið vegna þeirrar kjaraskerðingar, sem hann hefur orðið fyrir í tíð fyrri ríkisstjórnar og þeirrar, sem nú situr. Hann hefur leitað til lögmanns, sem kannar málið fyrir hann. Margir hugsa sjálfsagt eins. Eldri borgarar eru gramir út í stjórnvöld, þar eð það er verið að níðast á þeim. Stjórnvöldum finnst sjálfsagt að láta aldraða og öryrkja sitja á hakanum. Þó engin leið sé að framfleyta sér á þeim lága lífeyri, sem stjórnvöld skammta lífeyrisþegum (192 þúsund krónur á mánuði eftir skatt til einhleypinga) þá hreyfa stjórnvöld hvorki legg né lið til þess að laga ástandið. Þau segjast ætla að gera það næsta ár! Það er of seint.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun