Stjórnvöld hafa brugðist öldruðum Björgvin Guðmundsson skrifar 29. október 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Nokkru áður skrifaði ég grein í Fréttablaðið, þar sem ég skoraði á Alþingi að taka kjaramál aldraðra fyrir strax á fyrstu dögum þingsins og samþykkja að láta aldraða fá jafnmikla hækkun á lífeyri sínum frá TR og þeir lægst launuðu höfðu fengið á launum sinum frá 1. maí. Lífeyrir ætti síðan að hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum eins og launin. Ég skrifaði forseta þingsins bréf og fór fram á það sama. Í áskorun minni á Alþingi sagði m.a.: Ég skora á Alþingi að hækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu 1. maí sl. eða um 31 þúsund krónur á mánuði. Hækkunin gildi frá 1. maí þannig að lífeyrisþegar fái fimm mánaða hækkun með septemberhækkun. Alþingi samþykki þessa hækkun strax og það kemur saman 8. september. Ekkert gerðist. Enda þótt fyrir lægi, að hópur eldri borgara gæti ekki framfleytt sér á hinum lága lífeyri, sem TR skammtar honum, varð engin þverpólitísk sátt um aðgerðir. Og enda þótt vitað væri, að þeir,sem verst eru staddir meðal eldri borgara, ættu ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins, varð ekkert samkomulag um ráðstafanir fyrir eldri borgara. Forseti þingsins, Einar K. Guðfinnsson, hafði það eins og ráðherrarnir, þegar þeir fá bréf frá eldri borgurum. Hann stakk bréfinu ofan í skúffu! Hvað vilja eldri borgarar upp á dekk? Halda þeir, að Alþingi sé fyrir almenning? En örlítið ljós leyndist í myrkrinu: Samfylkingin flutti frumvarp til laga um að lífeyrir aldraðra hækkaði í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum eins og launin og að hækkun lífeyris gilti frá 1. maí. Ekki blæs þó byrlega fyrir frumvarpinu: Fjármálaráðherra hefur gefið tóninn og sagt, að lífeyrir eigi ekki að vera eins hár og lágmarkslaun! Vonandi tekur Alþingi samt sjálfstæða ákvörðun og samþykkir sanngjarna og réttláta kröfu eldri borgara: 14,5%hækkun lífeyris frá 1. maí 2015 og hækkun í 300 þúsund á mánuði á þremur árum. Þetta er lágmark. Ríkisstjórnin hefur ekki viljað samþykkja kjarakröfur eldri borgara. En samþykkir þingið samt frumvarp Samfylkingarinnar?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar