Þetta snýst ekki um ölmusu Ellert B. Schram skrifar 18. ágúst 2015 00:01 Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Fjárlög Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun