Þetta snýst ekki um ölmusu Ellert B. Schram skrifar 18. ágúst 2015 00:01 Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Fjárlög Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég tek ofan fyrir Björgvin Guðmundssyni, fyrrum borgarfulltrúa og starfsmanni í utanríkisþjónustunni. Björgvin er kominn á níræðisaldur en lætur ekki deigan síga, þegar kemur að málefnum eldri borgara. Skrifar grein eftir grein í Fréttablaðið um kjör og hagsmuni fullorðinna og vekur athygli á þeirri staðreynd að hlutur hins opinbera og framlag ríkisins hafa dregist aftur úr öðrum kjarabótum á árunum eftir hrun. Björgvin heldur því fram að þær upphæðir skipti milljörðum króna. Ekki bara vegna launahækkana á vinnumarkaðnum, heldur áhrifa hrunsins á fjárhagsstöðu aldraðra, þar sem lífeyrir var skertur og hefur ekki verið bættur síðan. Sem skyldi. Fyrr í sumar var gengið frá launamálum langflestra vinnandi manna og kvenna með hækkunum á grunnlaunum. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara standa hinsvegar í stað og svörin frá ráðamönnum eru þau, að hendur þeirra séu bundnar við afgreiðslu fjárlaga, og ekkert sé hægt að gera fyrr en um næstu áramót, þegar fjárlög næsta árs liggja fyrir. Gefið er út að lífeyrir Almannatrygginga hækki þá um 8.9%, (með vísan til neysluvísitölu) sem er auðvitað langt undir þeim launahækkunum, sem vinnumarkaðurinn hefur samið um. Ef einhver ágreiningur er varðandi málflutning Björgvins Guðmundssonar, sem talar í nafni Félags eldri borgara, þá skora ég á fjármálaráðuneytið og ríkisstjórnina að skjóta saman nefnd beggja aðila, (ríkisins og FEB) sem reikni það skilmerkilega og heiðarlega út, hvort eða hvernig, kjör eldri borgara hafa þróast frá hruni. Heiðarleg úttekt á stöðunni eins og hún er. Ég skora líka á einstaklinga, úr hópi fólks, sem er komið á lífeyrisaldur, að láta í sér heyra og taka undir þær kröfur, sem Björgvin hefur í eins manns hljóði, borið fram af kjarki og rökum. Út um víðan völl samfélagsins er að finna eldra fólk, sem lifir við skort og fátækt. Auðvitað eru líka margir sem hafa komið ár sinni fyrir borð enda snýst þessi umræði ekki um hækkanir á lífeyri á alla línuna, heldur er hér um að ræða velferð, lífsskilyrði og mannúð gagnvart öldruðum einstaklingum, sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Stjórnvöld hrósa sér fyrir bættan hag landsmanna og víst er það rétt að okkur hefur tekist að rétta úr kútnum og fjáhagsstaða hins opinbera fer batnandi. Ætti það þá ekki að vera metnaður og vilji til að rétta því fólki hjálparhönd, sem þarf mest á því að halda. Þetta snýst ekki um ölmusu heldur um sóma og réttlæti.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar