Stóryrt umræða á Alþingi um virkjanakosti Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 20:13 Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag. Alþingi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Hart var tekist á um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar á Alþingi í dag um að fjölga virkjanakostum úr einum í fimm. Stór orð hafa fallið í umræðunni sem ekki sér fyrir endann á eftir tveggja daga þref. Allsendis óvíst er hvort tillaga meirihluta atvinnuveganefndar nýtur þingmeirihluta á Alþingi. En Sigrún Magnúsdóttir hefur sett fram efasemdir um tillöguna. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði í umræðunni „að álit einhvers ráðherra skipti ekki máli“ og var í framhaldi þess sakaður um kvenfyrirlitningu á þinginu í dag. „Þannig að virðulegur forseti, það eina sem gengur við þessar kringumstæður er að draga breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar til baka og hefja hér umræðu um önnur mál,“ sagði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar tók undir þetta. „Við erum hér mörg sem teljum breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar lögleysu,“ sagði hann. Og Róbert Marshall flokksbróðir hans spurði Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins: „Er stuðningur við hæstvirtan umhverfisráðherra í þingflokki Framsóknarflokksins? Ég skora á háttvirtan þingmann að gefa merki um það hver staðan er í þessu,“ sagði Róbert. „ummæli háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar hér í gær, sem lýstu eins og hér hefur réttilega komið fram kvenfyrirlitningu í garð hæstvirts umhverfisráðherra og líka stækri fyrirlitningu í garð samstarfsflokksins,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. „Þegar háttvirtur þingmaður, formaður Samfylkingarinnar, kemur hér upp og sakar mig um að hafa verið með kvenfyrirlitningu í þessu máli finnst mér of langt gengið. Að ég hafi verið með einhverja kvenfyrirlitningu (frammíkall) og hér tekur háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar undir það. Þetta er kannski í samræmi við hin nýju stjórnmál sem þessir flokkar boða,“ spurði Jón Gunnarsson. Umræðan um þetta mikla deilumál stóð fram á miðnætti í gær og tók meira og minna allan fundartíma Alþingis í dag. Það er algerlega ómögulegt að segja hvenær þessari umræðu líkur á þeim örfáu þingfundardögum sem eftir eru á vorþingi en næsti þingfundur er á föstudag.
Alþingi Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira