Innlent

Gámurinn á bak og burt

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Flutningafámurinn sem féll á akrein á hringtorgi í Hveragerði hefur verið fjarlægður.
Flutningafámurinn sem féll á akrein á hringtorgi í Hveragerði hefur verið fjarlægður.

Búið er að fjarlægja flutningagám sem féll af flutningabíl á akrein hringtorgs í Hveragerði um hádegisbil og hægði þar á umferð.

Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan hálf tólf að sögn Einars Sigurjónssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Enginn slasaðist en þó nokkrar tafir urðu á umferð.

Kranabíll var kallaður til og hefur gámurinn nú verið fjarlægður og umferð aftur orðin greið.

Vænta má að margir séu á ferð um hringtorgið en útihátíðin Kótelettan var haldin á Selfossi um helgina og flughátíðin Allt sem flýgur á Hellu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×