Ofbeldi í garð fangavarða eykst Oddur Ævar Gunnarsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 12. júlí 2025 21:54 Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í árásum og þeir fái viðeigandi sálarhjálp. Vísir/Lýður Fangaverðir á Íslandi verða sífellt fyrir meira ofbeldi í starfi. Fimm urðu að leita á slysadeild eftir hópárás í liðinni viku þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Talsmaður fangavarða segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í slíkum árásum. Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“ Fangelsismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“
Fangelsismál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira