Ofbeldi í garð fangavarða eykst Oddur Ævar Gunnarsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 12. júlí 2025 21:54 Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í árásum og þeir fái viðeigandi sálarhjálp. Vísir/Lýður Fangaverðir á Íslandi verða sífellt fyrir meira ofbeldi í starfi. Fimm urðu að leita á slysadeild eftir hópárás í liðinni viku þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Talsmaður fangavarða segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í slíkum árásum. Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“ Fangelsismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“
Fangelsismál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira