Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2025 12:20 Birgir Jónasson segir að brotum gegn fangavörðum hafi fjölgað, bæta þurfi skráningu þeirra. Vísir Bæta þarf skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum í ljósi aukins ofbeldis fanga gegn þeim. Þetta segir fangelsismálastjóri sem segir aðstöðu á Litla-Hrauni helst gera fangavörðum erfitt fyrir að bregðast við ofbeldi fanga. Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01
Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15