Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júlí 2025 12:20 Birgir Jónasson segir að brotum gegn fangavörðum hafi fjölgað, bæta þurfi skráningu þeirra. Vísir Bæta þarf skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum í ljósi aukins ofbeldis fanga gegn þeim. Þetta segir fangelsismálastjóri sem segir aðstöðu á Litla-Hrauni helst gera fangavörðum erfitt fyrir að bregðast við ofbeldi fanga. Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“ Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Kalla þurfti til sérsveit ríkislögreglustjóra í síðustu viku þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði Heiðar Smith formaður Félags fangavarða að svo alvarlegar árásir væru sjaldgæfar en að ofbeldi í garð fangavarða hefði aukist mjög undanfarin ár. Birgir Jónasson settur fangelsismálastjóri segir um að ræða þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum. „Það sem við erum að reyna að gera og höfum verið að gera síðustu mánuði, kannski eilítið lengur er að við erum að reyna að vinna í því að þjálfa starfsfólk okkar betur með skipulagðari og markvissari hætti og fá þjálfun til að takast á við ofbeldi. Það er gert með ýmsum aðferðum, bæði valdbeitingaþjálfun en ekki síður svona þjálfun sem gengur út á spennulækkun.“ Þá sé unnið að því að bæta skráningu á brotum gegn fangavörðum. „Við þurfum aðeins að taka okkur saman í andlitinu þar, hvernig við skráum þessi tilvik og rýnum þau eftir á.“ Nokkrir þættir valdi auknu ofbeldi fanga í garð fangavarða. „Það er breyttur fangahópur sem er stór orsakavaldur í þessu. Það eru þyngri dómar að koma til fullnustu og einstaklingar sem eru með þyngri dóma að baki.“ Þá sé illa hægt að aðskilja fanga vegna aðstöðuleysis á Litla-Hrauni. Eins og hefur komið fram hafa stjórnvöld kynnt fyrirhugaða byggingu Stóra-Hrauns, nýs öryggisfangelsis sem stefnt hefur verið að opna árið 2028. „Við getum frekar illa stjórnað aðskilnaði fanga sem er stór áhættuþáttur í rekstri fangelsis og þarna auðvitað bindum við vonir við það að fangelsið á Litla-Hrauni verði aðeins í örfá ár til viðbótar á rekstri en á meðan verðum við að grípa til skyndilausna en þetta er mikil áskorun fyrir okkur.“
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01 Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sérsveit og lögregla var kölluð til þegar þrír fangar réðust á fangaverði á Litla-Hrauni. Fangaverðirnir voru fluttir á slysadeild en eru ekki alvarlega slasaðir. Málið er litið alvarlegum augum. 10. júlí 2025 11:01
Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku tillögu dómsmálaráðherra um að ráðast í byggingu öryggisfangelsis að Stóra Hrauni. Gert er ráð fyrir að í fyrsta áfanga verði byggð rými fyrir 92 fanga og er áætlaður kostnaður við hann 17,8 milljarðar króna. 9. maí 2025 15:15