Forsætisráðherra kom stjórnarandstöðunni á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði. Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði.
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent