Deilt um eftirmál lekamálsins á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 19:30 Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson. Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson.
Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent