Bandaríski fáninn fjarlægður af American Bar Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2015 19:15 Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði. Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Veitingastaðurinn American Bar við Austurvöll hefur fjarlægt bandaríska við útidyr staðarins sem snúa að Austurvelli og Austurstræti af tillitssemi við Alþingi, sem einnig er með starfsemi í húsinu. American Bar er á jarðhæð í húsi þar sem Alþingi leigir hæðirnar fyrir ofan undir nefndarsali og skrifstofur þingmanna. Barinn er með bandarískar áherslur í mat og drykk og flaggaði því bandaríska fánanum við innganga við Austurstræti og Austurvöll. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis er ánægður með að fáninn hafi verið fjarlægður en þingið hafði komið athugasemdum á framfæri vegna fánans til eigenda staðarins.Ykkur leið ekki endilega vel með það þingmönnum að labba undir bandaríska fánann á leið til nefndarfunda og annað? „Nei, það voru nokkrir þingmenn sem höfðu samband við mig og fannst þetta frekar óþægileg tilhugsun að þjóðþingið væri í þessari stöðu að þingmenn og gestir þeirra þyrftu að ganga undir erlendan þjóðfána á leið inn á starfsstöð Alþingis. Við brugðumst við og höfðum samband við eigendur hússins sem sömnuleiðis brugðust mjög vel við þessu. Það á líka við um rekstraraðilana og þessu var bara breytt. Fáninn var tekinn niður þannig að nú eru allir sáttir og ég er þakklátur fyrir hversu góðan skilning þeir höfðu á þessum umkvörtunum okkar,“ segir Einar. Eigendur staðarins vildu ekki veita viðtal en sögðust friðelskandi menn og þeir vildu ekki standa í útistöðum við Alþingi. En Bandaríski fáninn nýtur sín hins vegar innandyra á veitingastaðnum. Forseti Alþingis segir þetta ekki dæmi um tepruskap. „Alþingi er auðvitað þessi stofnun sem hún er og auðvitað erum við viðkvæmari fyrir ýmsum hlutum sem aðrir eru kannski ekki. Mér finnst það nú að það liggi í augum uppi að þjóðþingið og gestum okkar finnst kannski dálítið óþægilegt að ganga undir erlendum þjóðfánum á leið inn á starfsstöðvar Alþingis,“ segir Einar. Fréttamaður kvaddi síðan forseta Alþingis með virktum og hélt inn á American Bar í leit að bandaríska fánanum og góðum hamborgara og fann bæði.
Alþingi Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent