Fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslu á ensku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2015 20:25 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, furðar sig á skýrslu Frosta Sigurjónssonar um endurbætur á peningakerfinu, sem rituð er á ensku. vísir/vilhelm Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir ákvörðun Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahagsnefndar Alþingis, um að skila skýrslu sinni á ensku sæta furðu. Skýr lög gildi um stöðu íslenskrar tungu; hún sé mál Alþingis og stjórnvalda og því sé það fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslunni. Skýringar Frosta eru á þá leið að of dýrt og tímafrekt hafi verið að þýða skýrsluna á íslensku. Eiríkur segir þau rök út í hött.Orðhengilsháttur og rökleysa „Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að það kostar eitthvað að tala íslensku í landinu. Það er um ár síðan Frosta var falið að skrifa þessa skýrslu og hefði verið lagt upp með það að skrifa skýrsluna á íslensku þá hefði ekki farið neinn auka tími í þetta. Hvað varðar kostnaðinn fékk hann fjórar milljónir til ráðstöfunar en segist bara hafa notað helminginn. Það hefði verið hægt að nota til að þýða skýrsluna,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. „Það er hans ákvörðun að skrifa skýrsluna á ensku þannig að þetta er bara orðhengilsháttur og engin rök í málinu,“ bætir hann við. Þá segir Eiríkur að með því að skila inn opinberum gögnum á annarri tungu en móðurmálinu aukist líkur á misskilningi umtalsvert. Skýrsla utanríkisráðherra sé gott dæmi um það. „Manni finnst ekki þurfa að ræða það að opinber gögn sem lögð eru fyrir þingið hljóti að þurfa að vera á íslensku.“ Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu er íslenska þjóðtunga og opinbert mál á Íslandi. Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu. Alþingi Tengdar fréttir Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, segir ákvörðun Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahagsnefndar Alþingis, um að skila skýrslu sinni á ensku sæta furðu. Skýr lög gildi um stöðu íslenskrar tungu; hún sé mál Alþingis og stjórnvalda og því sé það fyrir neðan virðingu Alþingis að taka við skýrslunni. Skýringar Frosta eru á þá leið að of dýrt og tímafrekt hafi verið að þýða skýrsluna á íslensku. Eiríkur segir þau rök út í hött.Orðhengilsháttur og rökleysa „Menn verða bara að gera sér grein fyrir því að það kostar eitthvað að tala íslensku í landinu. Það er um ár síðan Frosta var falið að skrifa þessa skýrslu og hefði verið lagt upp með það að skrifa skýrsluna á íslensku þá hefði ekki farið neinn auka tími í þetta. Hvað varðar kostnaðinn fékk hann fjórar milljónir til ráðstöfunar en segist bara hafa notað helminginn. Það hefði verið hægt að nota til að þýða skýrsluna,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. „Það er hans ákvörðun að skrifa skýrsluna á ensku þannig að þetta er bara orðhengilsháttur og engin rök í málinu,“ bætir hann við. Þá segir Eiríkur að með því að skila inn opinberum gögnum á annarri tungu en móðurmálinu aukist líkur á misskilningi umtalsvert. Skýrsla utanríkisráðherra sé gott dæmi um það. „Manni finnst ekki þurfa að ræða það að opinber gögn sem lögð eru fyrir þingið hljóti að þurfa að vera á íslensku.“ Samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu er íslenska þjóðtunga og opinbert mál á Íslandi. Íslenska er mál Alþingis, dómstóla, stjórnvalda, jafnt ríkis sem sveitarfélaga, skóla á öllum skólastigum og annarra stofnana sem hafa með höndum framkvæmdir og veita almannaþjónustu.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Sjá meira
Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Frosti Sigurjónsson skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. 31. mars 2015 10:51