Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júní 2025 13:46 Hér má sjá þau svæði þar sem gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun og hinn. Veðurstofa Íslands Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. „Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti. Veður Landbúnaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
„Fyrstu viðvararnir taka gildi seinni partinn á morgun, eða í fyrramálið reyndar á Norðurlandi vestra, og svo Norðurland eystra og Austurland í framhaldi. Það er vegna snjókomu og hríðar,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. „Síðan koma aðal skilin frá lægðinni að Austurlandi aðfararnótt þriðjudags og þá taka við appelsínugular viðvaranir, ýmist vegna hríðar og svo vegna vinds undir Vatnajökli. En síðan hlýnar og þá koma í framhaldi úrkomuviðvaranir, rigningarviðvaranir,“ segir Eiríkur. Veðrið verði verst á austurhluta landsins. „Þar eru þessar appelsínugulu viðvaranir og í raun lítið eða ekkert ferðaveður á meðan þær ganga yfir. Auðvitað er árstíminn að spila inn í. Þetta er ekki hefðbundið að fá mikla ofankomu á þessum árstíma,“ segir Eiríkur. Veðrið vonbrigði eftir gott tíðarfar í vor Veðrið framundan kemur afar illa við bændur á þessum árstíma að sögn Trausta Hjálmarssonar, formanns Bændasamtakanna. „Ég held að það sé bara óhætt að segja að þetta séu mikil vonbrigði fyrir okkur bændur að vera að fá svona hret yfir okkur á þessum árstíma. Sérstaklega í ljósi þess hvað allur gróður er kominn vel á veg. Það er orðið stutt í slátt alls staðar, bændur voru snemma í sáningu á korni og kartöflu og annað slíkt. Og þetta er bara vont að fá svona kuldakast í þetta allt saman. Ef það frýs þá getur það skemmt það sem er nýkomið upp úr jörðu,“ segir Trausti. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtaka Íslands.Vísir/Anton Brink Sú mikla úrkoma sem jafnframt er væntanleg sé ekki heldur góð. „Við erum að horfa til þess samt sem áður, gagnvart búpeningi og öllu þessu sem við erum að ræða um, að þetta er mun styttra hret heldur en til dæmis bændur þurftu að takast á við síðastliðið vor. Ég hef heyrt í bændum bæði fyrir austan og norðan og bændur eru búnir að vera að undirbúa sig og hafa tekið þetta mjög föstum tökum og alvarlega þessar veðurspár,“ segir Trausti sem hvetur bændur til að huga vel að búpeningi sínum. Sauðburður er víðast langt kominn eða að klárast og því einnig mikið um lambfé sem er komið út. „Ég hef nú trú á því að það muni vinna með í þessu þetta góða tíðarfar sem er búið að vera upp á síðkastið, síðustu vikurnar, þannig að það er alls staðar kominn góður gróður og féð er kannski vel undirbúið undir það að taka á móti þessu, af því hvað tíðin hefur verið góð. En þetta er leiðinlegt og þetta getur verið vont,“ segir Trausti.
Veður Landbúnaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira