Fór ekki út úr húsi eftir afsögnina Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júní 2025 12:28 Ásthildur Lóa Þórsdóttir segir afsögnina eina erfiðustu ákvörðun lífs síns. Hún segist vilja verða ráðherra aftur en að hún geri ekki kröfu um að núverandi ráðherra segi af sér. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, segir afsögn sína úr embætti ráðherra hafa verið erfiðustu ákvörðun lífs síns. Eftir afsögnina hafi hún ekki farið úr húsi dögum saman. Ásthildur Lóa var gestur Páls Magnússonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún fór yfir afsögnina og afleiðingar hennar á sig persónulega. Ásthildur Lóa vann mikinn kosningasigur í þingkosningunum í Suðurkjördæmi og fékk 20 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Ásthildur Lóa sagði það hafa verið óvænt að ná því að vera fyrsti þingmaðurinn kjördæmisins en mjög ánægjulegt. Þau hafi verið sterk í sínum málflutningi í aðdraganda kosninga og alltaf staðið föst í sínum prinsippum. Það útskýri velgengni þeirra í kosningunum í nóvember. Páll sagði í þættinum að í fyrstu fréttum af máli Ásthildar Lóu hafi verið gefið í skyn þrenns konar brot. Að hún hafi átt barn með ólögráða einstaklingi, að hún hafi verið í valdastöðu gagnvart þessum einstaklingi og að hún hafi svo í kjölfarið tálmað þessum einstaklingi aðgengi að barninu sem þau áttu saman. Þegar leið á fréttaflutning hafi komið í ljós að ekkert af þessu var í rétt og spurði Ásthildi Lóu hvers vegna, í ljósi þess, hún hafi sagt af sér. „Þetta mál bar rosalega brátt að þennan fimmtudag,“ segir Ásthildur Lóa og að það hafi verið augljóst að RÚV hafi talið sig vera með „einhverja sprengju“ í höndunum. Hún hafi ekki vitað hvað þau myndu segja en það hafi verið læti í kringum þetta og henni sagt að fréttastofan myndi flytja fréttina sama hvort hún myndi mæta í viðtal um málið eða ekki. Fjölmiðlastormur sem myndi skyggja allt Þegar hún hafi verið búin að fá vitneskju um að það stæði til að flytja þessa frétt hafi hún þurft að láta fjölskyldu sína vita og ræða fyrir forystu ríkisstjórnarinnar. „Það var bara augljóst að úr þessu kæmi alveg gríðarlegur fjölmiðlastormur sem myndi yfirskyggja allt,“ segir Ásthildur og á þá við bæði hennar starf í ráðuneytinu og starf ríkisstjórnarinnar almennt. Þá væri augljóst að málið yrði fjölskyldu hennar erfitt. Hún hafi tekið þessa ákvörðun vegna þess að hún hafi vitað að hvorki hún, né fjölskylda hennar eða samstarfsfólk, myndi fá frið. Það megi deila um allar ákvarðanir í þessu máli en miðað við hvernig umfjöllun fjölmiðla varð og hvernig hún hélt áfram þá hafi ákvörðunin um að segja af sér verið rétt ákvörðun. „En þetta var rosalega erfið og sársaukafull ákvörðun.“ Hún sjái eftir ráðuneytinu og öllum þeim verkefnum sem hún hafi sinnt þar en þegar hún líti til baka komist hún alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hún segir ákvörðunina alfarið hafa verið hennar en hún hafi átt í samtali við forystu ríkisstjórnarinnar um hana. „Ég stend enn á því að hún hafi verið rétt,“ segir hún og að það hafi ekki verið þrýstingur. Ásthildur fór eftir afsögnina í tveggja mánaða leyfi en sneri aftur til þingstarfa í síðustu viku. „Við vorum brotin,“ segir hún um það af hverju hún fór i leyfi. Fjölskyldan hafi verið brotin og upplifað þetta sem mikið áfall. „Ég skreið í skjól, ég skreið í hýði. Ég talaði ekki við neinn. Ég fór ekki út, ég fór ekki út í búð, vegna þess að andlitið á mér var út um allt. Þó að umræðan hafi snúist mér í vil alveg svakalega hratt þá var þetta ofboðslega óþægileg tilfinning.“ Hún segir ótrúlegasta fólk hafa haft samband við hana í kjölfarið til að lýsa reiði yfir málinu en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Hún segir það góða tilfinningu að vera komin aftur til þingstarfa og það hafi alltaf verið planið að koma áður en því lyki í vor. Henni hafi verið afar vel tekið og gott að koma til vinnu. Vill vera ráðherra aftur Spurð hvort henni finnist hún eigi kröfu til að endurheimta ráðherraembætti sitt segir Ásthildur það stórmál að segja af sér. Hún vilji aftur fara í þetta embætti en það sé kominn nýr ráðherra. Hann eigi hennar stuðning en það verði að koma í ljós hvað gerist. Vilji hennar og raunveruleikinn sé ekki endilega það sama. Hún standi með þessari ákvörðun og viti að hún eigi ekki kröfu á að núverandi ráðherra segi af sér fyrir hana. Ásthildur Lóa fór einnig í viðtalinu yfir málaferli hennar við ríkið og húsnæðiskaup hennar. Flokkur fólksins Sprengisandur Húsnæðismál Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira
Ásthildur Lóa var gestur Páls Magnússonar í Sprengisandi í morgun þar sem hún fór yfir afsögnina og afleiðingar hennar á sig persónulega. Ásthildur Lóa vann mikinn kosningasigur í þingkosningunum í Suðurkjördæmi og fékk 20 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Ásthildur Lóa sagði það hafa verið óvænt að ná því að vera fyrsti þingmaðurinn kjördæmisins en mjög ánægjulegt. Þau hafi verið sterk í sínum málflutningi í aðdraganda kosninga og alltaf staðið föst í sínum prinsippum. Það útskýri velgengni þeirra í kosningunum í nóvember. Páll sagði í þættinum að í fyrstu fréttum af máli Ásthildar Lóu hafi verið gefið í skyn þrenns konar brot. Að hún hafi átt barn með ólögráða einstaklingi, að hún hafi verið í valdastöðu gagnvart þessum einstaklingi og að hún hafi svo í kjölfarið tálmað þessum einstaklingi aðgengi að barninu sem þau áttu saman. Þegar leið á fréttaflutning hafi komið í ljós að ekkert af þessu var í rétt og spurði Ásthildi Lóu hvers vegna, í ljósi þess, hún hafi sagt af sér. „Þetta mál bar rosalega brátt að þennan fimmtudag,“ segir Ásthildur Lóa og að það hafi verið augljóst að RÚV hafi talið sig vera með „einhverja sprengju“ í höndunum. Hún hafi ekki vitað hvað þau myndu segja en það hafi verið læti í kringum þetta og henni sagt að fréttastofan myndi flytja fréttina sama hvort hún myndi mæta í viðtal um málið eða ekki. Fjölmiðlastormur sem myndi skyggja allt Þegar hún hafi verið búin að fá vitneskju um að það stæði til að flytja þessa frétt hafi hún þurft að láta fjölskyldu sína vita og ræða fyrir forystu ríkisstjórnarinnar. „Það var bara augljóst að úr þessu kæmi alveg gríðarlegur fjölmiðlastormur sem myndi yfirskyggja allt,“ segir Ásthildur og á þá við bæði hennar starf í ráðuneytinu og starf ríkisstjórnarinnar almennt. Þá væri augljóst að málið yrði fjölskyldu hennar erfitt. Hún hafi tekið þessa ákvörðun vegna þess að hún hafi vitað að hvorki hún, né fjölskylda hennar eða samstarfsfólk, myndi fá frið. Það megi deila um allar ákvarðanir í þessu máli en miðað við hvernig umfjöllun fjölmiðla varð og hvernig hún hélt áfram þá hafi ákvörðunin um að segja af sér verið rétt ákvörðun. „En þetta var rosalega erfið og sársaukafull ákvörðun.“ Hún sjái eftir ráðuneytinu og öllum þeim verkefnum sem hún hafi sinnt þar en þegar hún líti til baka komist hún alltaf að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið rétt ákvörðun. Hún segir ákvörðunina alfarið hafa verið hennar en hún hafi átt í samtali við forystu ríkisstjórnarinnar um hana. „Ég stend enn á því að hún hafi verið rétt,“ segir hún og að það hafi ekki verið þrýstingur. Ásthildur fór eftir afsögnina í tveggja mánaða leyfi en sneri aftur til þingstarfa í síðustu viku. „Við vorum brotin,“ segir hún um það af hverju hún fór i leyfi. Fjölskyldan hafi verið brotin og upplifað þetta sem mikið áfall. „Ég skreið í skjól, ég skreið í hýði. Ég talaði ekki við neinn. Ég fór ekki út, ég fór ekki út í búð, vegna þess að andlitið á mér var út um allt. Þó að umræðan hafi snúist mér í vil alveg svakalega hratt þá var þetta ofboðslega óþægileg tilfinning.“ Hún segir ótrúlegasta fólk hafa haft samband við hana í kjölfarið til að lýsa reiði yfir málinu en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Hún segir það góða tilfinningu að vera komin aftur til þingstarfa og það hafi alltaf verið planið að koma áður en því lyki í vor. Henni hafi verið afar vel tekið og gott að koma til vinnu. Vill vera ráðherra aftur Spurð hvort henni finnist hún eigi kröfu til að endurheimta ráðherraembætti sitt segir Ásthildur það stórmál að segja af sér. Hún vilji aftur fara í þetta embætti en það sé kominn nýr ráðherra. Hann eigi hennar stuðning en það verði að koma í ljós hvað gerist. Vilji hennar og raunveruleikinn sé ekki endilega það sama. Hún standi með þessari ákvörðun og viti að hún eigi ekki kröfu á að núverandi ráðherra segi af sér fyrir hana. Ásthildur Lóa fór einnig í viðtalinu yfir málaferli hennar við ríkið og húsnæðiskaup hennar.
Flokkur fólksins Sprengisandur Húsnæðismál Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Sjá meira