„Beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2025 20:47 Jakob Örn Heiðarsson var á tónleikum FM95BLÖ í gærkvöld. Vísir/Viktor Freyr Fimmtán manns þurftu að leita á bráðamóttökuna eftir tónleika í Laugardalshöll í gær. Gestir eru margir afar ósáttir með skipulagningu viðburðarins og hafa krafist endurgreiðslu. Svona var umhorfs í anddyrinu í Laugardalshöll þegar tónleikarnir „Fermingarveisla aldarinnar“ á vegum útvarpsþáttarins FM95BLÖ og Nordic Live Events voru rétt rúmlega hálfnaðir. Þá var klukkan rétt tæplega tíu en tónleikarnir hófust klukkan fimm og kláruðust klukkan eitt. @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Tilkynnt var að gert yrði stutt hlé á dagskránni og ætluðu sér margir að nýta tækifærið og stökkva fram til að fara á klósettið, fá sér ferskt loft eða kaupa drykki. En þegar þúsundir manna reyndu að streyma úr salnum á sama tíma myndaðist þessi örtröð. „Maður stóð þarna þar sem varningssalan var og sá þetta gerast. Maður beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast og öllu yrði aflýst,“ segir Jakob Örn Heiðarsson, einn gesta tónleikanna í gær. Jakob, og fleiri gestir sem fréttastofa hefur rætt við í dag, hafa þó sammælst um að tónleikarnir sjálfir hafi verið með þeim bestu sem þeir hafa farið á. Troðningurinn skemmdi þó upplifun margra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, margir vegna troðningsins. Þá leið yfir nokkra í salnum vegna hás hitastigs og samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttökunni var óvenju mikið að gera í alla nótt. „Þú varst með rosalega margt fólk þarna, þetta voru átta klukkutímar. Við ætluðum á barinn og fá okkur að borða, en það var hálftíma til klukkutíma röð eftir því. Það var ekki heldur nein stýring þar,“ segir Jakob. Jakob hefur sjálfur mikla reynslu af því að halda viðburði, og telur margt hafa mátt fara betur við skipulagninguna. Til að mynda hafi ekki verið leitað á fólki við innganginn eða skoðuð skilríki. Þá var hurð í salnum opnuð svo hægt væri að lofta út. „Þá ertu búinn að opna allt svæðið og hver sem er getur komið inn. Þá er ekkert skipulag varðandi vopnahald, fíkniefnanotkun eða neitt,“ segir Jakob. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Reykjavík Sjúkraflutningar Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Svona var umhorfs í anddyrinu í Laugardalshöll þegar tónleikarnir „Fermingarveisla aldarinnar“ á vegum útvarpsþáttarins FM95BLÖ og Nordic Live Events voru rétt rúmlega hálfnaðir. Þá var klukkan rétt tæplega tíu en tónleikarnir hófust klukkan fimm og kláruðust klukkan eitt. @heimiringii hefði geta verið skipulagt betur tbh #fyrirþig #fyrirþigsíða #fyp ♬ suara asli - Template POV/CORE - CORE MEONG 😺 Tilkynnt var að gert yrði stutt hlé á dagskránni og ætluðu sér margir að nýta tækifærið og stökkva fram til að fara á klósettið, fá sér ferskt loft eða kaupa drykki. En þegar þúsundir manna reyndu að streyma úr salnum á sama tíma myndaðist þessi örtröð. „Maður stóð þarna þar sem varningssalan var og sá þetta gerast. Maður beið eftir því að eitthvað stórslys myndi gerast og öllu yrði aflýst,“ segir Jakob Örn Heiðarsson, einn gesta tónleikanna í gær. Jakob, og fleiri gestir sem fréttastofa hefur rætt við í dag, hafa þó sammælst um að tónleikarnir sjálfir hafi verið með þeim bestu sem þeir hafa farið á. Troðningurinn skemmdi þó upplifun margra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, margir vegna troðningsins. Þá leið yfir nokkra í salnum vegna hás hitastigs og samkvæmt upplýsingum frá bráðamóttökunni var óvenju mikið að gera í alla nótt. „Þú varst með rosalega margt fólk þarna, þetta voru átta klukkutímar. Við ætluðum á barinn og fá okkur að borða, en það var hálftíma til klukkutíma röð eftir því. Það var ekki heldur nein stýring þar,“ segir Jakob. Jakob hefur sjálfur mikla reynslu af því að halda viðburði, og telur margt hafa mátt fara betur við skipulagninguna. Til að mynda hafi ekki verið leitað á fólki við innganginn eða skoðuð skilríki. Þá var hurð í salnum opnuð svo hægt væri að lofta út. „Þá ertu búinn að opna allt svæðið og hver sem er getur komið inn. Þá er ekkert skipulag varðandi vopnahald, fíkniefnanotkun eða neitt,“ segir Jakob.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Reykjavík Sjúkraflutningar Lögreglumál Tónlist Tengdar fréttir Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
Lýsa miklum troðningi, átökum og gráti á FM95BLÖ Fjölmargir gesta tónleika FM 95BLÖ sem voru haldnir í gær kalla eftir því að fá endurgreitt. Þeir hafi ekki getað klárað tónleikana og sumir jafnvel lýsa því að hafa óttast um líf sitt á meðan aðrir lýsa troðningi, átökum og fólki að gera þarfir sínar á gólfið. 1. júní 2025 09:18