Setja á fót samræmingarnefnd Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2015 10:17 Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra eiga fast sæti í nefndinni. Vísir/GVA Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að setja á fót ráðherranefnd, eða samræmingarnefnd. Henni er ætlað að fjalla um stjórnarfrumvörp, sem leggja á fyrir Alþingi og varða eða geta haft áhrif á málefnasvið fleiri en eins ráðherra. Þar að auki skal nefndin fjalla um önnur mikilvæg úrlausnarefni í ráðuneytum þar sem samhæfingar er þörf. Í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu segir að mörg dæmi séu um verkefni og löggjöf sem varði málefnasvið fleiri en eins ráðuneytis. Þá segir að slíkar samræmingarnefndir ráðherra hafi lengi verið starfræktar í öðrum löndum. Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra eiga fast sæti í nefndinni og aðrir ráðherra sitja fundi nefndarinnar í samræmi við umfjöllunarefni hverju sinni. Kveðið er á um hlutverk forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins við samhæfingu innan Stjórnarráðsins í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 71/2013 og lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Í 8. gr. laganna segir að forsætisráðherra beri að gæta þess að verkaskipting á milli ráðherra sé eins skýr og kostur er og að ráðherrar skuli leitast við að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta þegar málefni og málefnasvið skarast. Þá segir í ákvæðinu að forsætisráðherra skuli beita sér fyrir því að stefna og aðgerðir ráðherra á einstökum sviðum séu samhæfðar ef á þurfi að halda. Samþykkt var að samræmingarnefndin starfi sem ráðherranefnd samkvæmt 9. – 10. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að setja á fót ráðherranefnd, eða samræmingarnefnd. Henni er ætlað að fjalla um stjórnarfrumvörp, sem leggja á fyrir Alþingi og varða eða geta haft áhrif á málefnasvið fleiri en eins ráðherra. Þar að auki skal nefndin fjalla um önnur mikilvæg úrlausnarefni í ráðuneytum þar sem samhæfingar er þörf. Í tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu segir að mörg dæmi séu um verkefni og löggjöf sem varði málefnasvið fleiri en eins ráðuneytis. Þá segir að slíkar samræmingarnefndir ráðherra hafi lengi verið starfræktar í öðrum löndum. Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra eiga fast sæti í nefndinni og aðrir ráðherra sitja fundi nefndarinnar í samræmi við umfjöllunarefni hverju sinni. Kveðið er á um hlutverk forsætisráðherra og forsætisráðuneytisins við samhæfingu innan Stjórnarráðsins í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands nr. 71/2013 og lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Í 8. gr. laganna segir að forsætisráðherra beri að gæta þess að verkaskipting á milli ráðherra sé eins skýr og kostur er og að ráðherrar skuli leitast við að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta þegar málefni og málefnasvið skarast. Þá segir í ákvæðinu að forsætisráðherra skuli beita sér fyrir því að stefna og aðgerðir ráðherra á einstökum sviðum séu samhæfðar ef á þurfi að halda. Samþykkt var að samræmingarnefndin starfi sem ráðherranefnd samkvæmt 9. – 10. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent