„Heppnir að enginn hafi dáið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júní 2025 09:32 Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara sparar ekki stóru orðin í gagnrýni sinni á aðstandendur „Fermingarveislu aldarinnar.“ Vísir/Samsett Formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara og tónleikahaldari hjá Senu segir félagana í FM95BLÖ hafa verið heppna að enginn hefði dáið þegar troðningur myndaðist á stórtónleikum sem þeir héldu undir formerkjum „Fermingarveislu aldarinnar.“ Skoða þurfi regluverkið í kringum tónleikahald. Líkt og mikið hefur verið fjallað um um helgina myndaðist örtröð þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, yfir nokkra leið vegna hás hitastigs og súrefnisleysis og einn var lagður inn á sjúkrahús. Stór hluti gesta í lífshættu Tónleikagestir hafa margir hverjir gagnrýnt skipulag tónleikana og jafnvel krafist endurgreiðslu. Undir þessa gagnrýni tekur Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það þýðir ekkert að segja okkur að það hafi ekki gerst sem við sáum með berum augum og við trúum auðvitað gestunum og öllum sem voru þarna. Svörin frá þeim sem stóðu að þessu eru bara vond svör, það verður bara að segja þetta eins og er. Þú getur ekkert verið að tala um að það hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og trámatíseraðir. Þetta eiga að vera bestu minningar lífsins og ef þetta breytist í verstu minningar lífsins getur þú ekkert stigið fram og sagt að þetta hafi gengið vel að öðru leyti,“ segir hann og honum er heitt í hamsi í samtalinu. Útkoman fyrirséð Hann segir aðstandendur tónleikanna, þá Auðun Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Egilsson, hafa algjörlega vanrækt skyldur sínar sem viðburðarhaldara. „Það er augljóst að þeir tóku þetta ekki alvarlega. Ekki bara það, þeir voru bara ekkert að hugsa um þetta. Það er mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og að þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldara og tekið þitt hlutverk ekki alvarlega. Þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið,“ segir hann. Aðspurður segir Ísleifur að allt hafi í raun farið úrskeiðið sem úrskeiðis farið gat. Gestir hafi orðið var við að ekki hafi verið nægilega vel staðið að skipulaginu og áttu erfitt með að fá aðstoð, jafnvel þegar fólk hafði slasast og múgæsingsástand hafði myndast í höllinni. Í grunninn séu það tvö atriði sem mestu áhrif höfðu. Nefnilega það að hólfaskipting hafi ekki verið nægilega vel útfærð. Tíu þúsund manns hafi verið á einu svæði og að aðeins eitt útisvæði hafi verið, sem var jafnframt þar sem öll veitingasala fór fram. Útkoman hafi verið fyrirséð. Þar að auki hafi öryggisgæsla ekki verið nóg. Skoða þurfi regluverkið Ísleifur segir að skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi og að reyndir viðburðarhaldarar eins og FM95BLÖ-strákarnir séu svo sannarlega ekki undanskildir í þeim efnum. „Við þurfum bara að hugsa um það á þessu landi hverjum er hleypt af stað í tónleikahaldi. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Það þarf að skoða regluverkið í kringum þetta,“ segir Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara. Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Lögreglumál Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. 1. júní 2025 17:20 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Líkt og mikið hefur verið fjallað um um helgina myndaðist örtröð þegar hlé var gert á dagskrá tónleikana um miðbik þeirra. Fimmtán manns leituðu á bráðamóttökuna eftir tónleikana, yfir nokkra leið vegna hás hitastigs og súrefnisleysis og einn var lagður inn á sjúkrahús. Stór hluti gesta í lífshættu Tónleikagestir hafa margir hverjir gagnrýnt skipulag tónleikana og jafnvel krafist endurgreiðslu. Undir þessa gagnrýni tekur Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það þýðir ekkert að segja okkur að það hafi ekki gerst sem við sáum með berum augum og við trúum auðvitað gestunum og öllum sem voru þarna. Svörin frá þeim sem stóðu að þessu eru bara vond svör, það verður bara að segja þetta eins og er. Þú getur ekkert verið að tala um að það hafi gengið vel að öðru leyti. Þetta gerist og stór hluti gestanna er bókstaflega í lífshættu og trámatíseraðir. Þetta eiga að vera bestu minningar lífsins og ef þetta breytist í verstu minningar lífsins getur þú ekkert stigið fram og sagt að þetta hafi gengið vel að öðru leyti,“ segir hann og honum er heitt í hamsi í samtalinu. Útkoman fyrirséð Hann segir aðstandendur tónleikanna, þá Auðun Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson og Egil Egilsson, hafa algjörlega vanrækt skyldur sínar sem viðburðarhaldara. „Það er augljóst að þeir tóku þetta ekki alvarlega. Ekki bara það, þeir voru bara ekkert að hugsa um þetta. Það er mjög sorglegt að svona aðilum sé hleypt af stað og að þeir haldi það að þú getir bara ákveðið það að vera tónleikahaldara og tekið þitt hlutverk ekki alvarlega. Þeir eru bara heppnir að enginn hafi dáið,“ segir hann. Aðspurður segir Ísleifur að allt hafi í raun farið úrskeiðið sem úrskeiðis farið gat. Gestir hafi orðið var við að ekki hafi verið nægilega vel staðið að skipulaginu og áttu erfitt með að fá aðstoð, jafnvel þegar fólk hafði slasast og múgæsingsástand hafði myndast í höllinni. Í grunninn séu það tvö atriði sem mestu áhrif höfðu. Nefnilega það að hólfaskipting hafi ekki verið nægilega vel útfærð. Tíu þúsund manns hafi verið á einu svæði og að aðeins eitt útisvæði hafi verið, sem var jafnframt þar sem öll veitingasala fór fram. Útkoman hafi verið fyrirséð. Þar að auki hafi öryggisgæsla ekki verið nóg. Skoða þurfi regluverkið Ísleifur segir að skoða þurfi hverjum sé leyft að halda tónleika hér á landi og að reyndir viðburðarhaldarar eins og FM95BLÖ-strákarnir séu svo sannarlega ekki undanskildir í þeim efnum. „Við þurfum bara að hugsa um það á þessu landi hverjum er hleypt af stað í tónleikahaldi. Við þurfum eitthvað að skoða þetta. Það þarf að skoða regluverkið í kringum þetta,“ segir Ísleifur Þórhallsson, formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara.
Tónleikar á Íslandi FM95BLÖ Tónlist Lögreglumál Tengdar fréttir „Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23 Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. 1. júní 2025 17:20 Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Okkur þykir það mjög miður að þessar aðstæður hafi skapast“ Forsvarsmönnum Nordic Live Events, sem héldu tónleika FM95Blö í Laugardalshöll í gær, þykir miður að troðningur hafi myndast á viðburðinum. Sem betur fer hafi tekist að vinna hratt úr málum og mikilvægast sé að draga lærdóm fyrir framtíðina 1. júní 2025 15:23
Einn lagður inn á sjúkrahús eftir tónleikana Fimmtán einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans eftir mikinn troðning á tónleikum á laugardagskvöld. Einn einstaklingur hefur verið lagður inn. 1. júní 2025 17:20
Stutt pása hleypti öllu í bál og brand Yfirmaður öryggisgæslu á tónleikum FM95Blö í Laugardalshöllinni í gær segir troðning hafa myndast þegar tíu þúsund manna salurinn tæmdist fram í anddyri hallarinnar vegna fimmtán mínútna pásu í dagskránni. Forðast hefði mátt ástandið með því að hleypa úr salnum á fleiri en einum stað og stýra dagskránni betur. 1. júní 2025 12:39