Af málfrelsi Ásmundar Friðrikssonar Siggeir F. Ævarsson skrifar 4. mars 2015 14:55 Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ásmundi Friðrikssyni, alþingismanni Sjálfstæðismanna, hefur undanfarið verið tíðrætt um tjáningarfrelsi sitt og meinta aðför að því. „Tjáningarfrelsi mitt er fótum troðið,“ fullyrti Ásmundur fullum fetum á Alþingi. Fyrir framan allt löggjafarvald þjóðarinnar, myndavélar sem sendu tjáningu hans beint í sjónvörp og tölvur um land allt, og fyrir framan fólk sem hefur það að starfi að punkta nákvæmlega niður allt sem Ásmundur segir og skrá það og varðveita. Þar sem enginn getur mótmælt orðum hans og þau munu standa um aldir alda. Þetta er vægast sagt undarleg túlkun á tjáningarfrelsinu. Í tjáningarfrelsinu felst vissulega réttur til að segja hvað sem er, hversu heimskulegt, órökrétt, íhaldssamt eða fornfálegt það kann að vera. Í tjáningarfrelsinu felst aftur á móti enginn réttur til að halda þessum skoðunum fram óáreittur og gagnrýnislaust. Ef Ásmundi finnst virkir í athugasemdum vera að vega ómaklega að sér ætti hann kannski að leita sér að annarri vinnu. Ásmundur segir að við þurfum að taka umræðuna og hann sé aðeins að spyrja spurninga. En þegar spurningarnar eru bæði gildishlaðnar og leiðandi eru þær ekki lengur spurningar heldur illa dulbúnar fullyrðingar, til þess eins ætlaðar að sá fræjum fordóma, ótta og sundrungar. „Þeir sem vekja athygli á hættunni sem steðjar að nágrannalöndum okkar eru skotnir niður og ataðir auri í samfélagsumræðunni,“ sagði Ásmundur. Í þeim löndum sem tjáningarfrelsið er raunverulega fótum troðið eru menn bókstaflega skotnir eða stungið í fangelsi. Að halda því fram að tjáningarfrelsi íslenskra alþingismanna sé á einhvern hátt takmarkað er hrein og bein móðgun við alla þá einstaklinga sem hafa týnt lífinu eða dúsa í fangelsi vegna orða sinna sem voru yfirvöldum ekki þóknanleg. Mér er það mjög til efs að Ásmundur sé svo illa gefinn að hann skilji ekki hvernig málfrelsið virkar, þó svo að ég geti auðvitað ekki útilokað það. Líklegra þykir mér að að baki þessum málflutningi liggi annarlegar hvatir. Tilraun til að höfða til lægsta samnefnara mannlegrar lágkúru. En kannski er þetta rétt hjá Ásmundi, kannski þurfum við að taka þessa umræðu og ræða um hryðjuverkaógnir á Íslandi. Við getum þá byrjað á því að ræða að síðasta tilraun til hryðjuverks á Íslandi var gerð af innfæddum Íslendingi sem ætlaði að drepa forsætisráðherra Samfylkingarinnar með heimagerðri sprengju. Það er kannski kominn tími til að bakgrunnur andstæðinga Evrópusambandsins verði kannaður með forvirkum rannsóknarheimildum?Höfundur er sagnfræðingur og fyrrum Sjálfstæðismaður.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun