20 mest lesnu íþróttafréttir ársins á Vísi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2015 20:30 Mörg áhugaverð mál voru í fréttum á nýliðnu ári. Vísir Gunnar Nelson var áberandi í þeim 20 fréttum sem voru mest lesnar á íþróttavef Vísis á nýliðnu ári. Fréttir af honum skipa þrjú efstu sætin og fimm af tíu efstu. Í fjórða sæti er frétt af tryllingskasti FH-ingsins Kassim Doumbia sem átti eitthvað ósagt við dómara leiks liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í sumar. Viðtal við Mist Edvadsdóttur er svo í fimmta sæti en þessi unga knattspyrnukona greindist með krabbamein í eitlum á árinu. Meðal annarra frétta sem fóru hátt á árinu má nefna ótrúleg samskipti þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Talant Dujshebaev eftir leik Rhein-Neckar Löwen og Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta, frásögn Guðlaugs Victors Pálssonar af baráttu sinni við þunglyndi, slysið á Þórsvelli á Akureyri þar sem FH-ingur var hætt kominn eftir að hafa dottið úr stúkunni, hrakfarir Ray Rice í NFL-deildinni og mistök Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum þjálfara ÍBV, á Facebook.Mest lesnu íþróttafréttirnar á Vísi 2014:Gunnar berst við Rick Story í Stokkhólmi.Vísir/Getty1. Í beinni: Gunnar Nelson mætir Rick Story Bein textalýsing frá viðureign Gunnars gegn Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi. Gunnar tapaði heldur óvænt sínum fyrsta MMA-bardaga þetta kvöld.2. Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars.3. Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu Gunnar hafði betur gegn Zak Cummings í Dublin í júlí en hér má sjá upptöku af bardaganum.Vísir/Andri Marinó4. Doumbia trylltist eftir leik Varnarmaðurinn Kassim Doumbia missti stjórn á skapinu eftir að Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka í Kaplakrika.5. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð.6. Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Bardagakappinn Gunnar Nelson fékk 50 þúsund dali í verðlaun fyrir frammistöðu kvöldsins í UFC-bardaga sínum gegn Omari Akhmedov í London.Vísir/Getty7. Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Ruðningskappinn Ray Rice sést rota þáverandi unnustu sína Janay Palmer á myndbandi sem birtist á vefsíðu TMZ.Vísir8. Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað.9. Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Gunnar Nelson er enn ósigraður í UFC-bardagadeildinni eftir sigur á Omari Akhmedov frá Rússlandi í fyrstu lotu í bardaga þeirra í kvöld.10. „Gat ekki hugsað mér að lifa svona lengur“ Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er á batavegi í dag og líður vel eftir að hafa sokkið djúpt í dimman dal þynglyndis og íhugað sjálfsvíg þegar útlitið var verst.11. Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Hann var vægast sagt skrautlegur, blaðamannafundurinn eftir leik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.Vísir12. Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH.13. Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti.14. Af hverju skipti Louis van Gaal um markvörð? Holland er komið í undanúrslit á HM í í knattspyrnu í Brasilíu eftir dramatískan sigur á spútnikliði Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í kvöld.Vísir15. Skilaboðin fóru fyrir allra augu á Facebook Sigurður Ragnar Eyjólfsson birti í gærkvöldi skilaboð á Facebook-síðu sinni sem áttu bersýnilega aðeins að rata til leikmanna hans hjá ÍBV.16. Dómurunum haldið í tvo tíma eftir leik Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt.17. Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg „Þetta var eins furðulegt slys og þau verða,“ segir Andri Daði Aðalsteinsson, stuðningsmaður FH, í samtali við Vísi um atvikið á Þórsvellinum í gær þar sem stuðningsmaður Hafnafjarðarliðsins féll niður úr stúkunni og lenti á andlitinu.Vísir18. „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet.19. Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að árásin á sig í miðbæ Reykjavíkur um helgina hafi verið tilefnislaus.20. Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti Íslenski boltinn Handbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2015 í Katar MMA NFL Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Gunnar Nelson var áberandi í þeim 20 fréttum sem voru mest lesnar á íþróttavef Vísis á nýliðnu ári. Fréttir af honum skipa þrjú efstu sætin og fimm af tíu efstu. Í fjórða sæti er frétt af tryllingskasti FH-ingsins Kassim Doumbia sem átti eitthvað ósagt við dómara leiks liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla í sumar. Viðtal við Mist Edvadsdóttur er svo í fimmta sæti en þessi unga knattspyrnukona greindist með krabbamein í eitlum á árinu. Meðal annarra frétta sem fóru hátt á árinu má nefna ótrúleg samskipti þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Talant Dujshebaev eftir leik Rhein-Neckar Löwen og Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta, frásögn Guðlaugs Victors Pálssonar af baráttu sinni við þunglyndi, slysið á Þórsvelli á Akureyri þar sem FH-ingur var hætt kominn eftir að hafa dottið úr stúkunni, hrakfarir Ray Rice í NFL-deildinni og mistök Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum þjálfara ÍBV, á Facebook.Mest lesnu íþróttafréttirnar á Vísi 2014:Gunnar berst við Rick Story í Stokkhólmi.Vísir/Getty1. Í beinni: Gunnar Nelson mætir Rick Story Bein textalýsing frá viðureign Gunnars gegn Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi. Gunnar tapaði heldur óvænt sínum fyrsta MMA-bardaga þetta kvöld.2. Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov þann 8. mars.3. Sjáðu bardaga Gunnars með íslenskri lýsingu Gunnar hafði betur gegn Zak Cummings í Dublin í júlí en hér má sjá upptöku af bardaganum.Vísir/Andri Marinó4. Doumbia trylltist eftir leik Varnarmaðurinn Kassim Doumbia missti stjórn á skapinu eftir að Kristinn Jakobsson flautaði til leiksloka í Kaplakrika.5. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð.6. Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Bardagakappinn Gunnar Nelson fékk 50 þúsund dali í verðlaun fyrir frammistöðu kvöldsins í UFC-bardaga sínum gegn Omari Akhmedov í London.Vísir/Getty7. Ruðningskappi sést rota unnustu sína á myndbandi Ruðningskappinn Ray Rice sést rota þáverandi unnustu sína Janay Palmer á myndbandi sem birtist á vefsíðu TMZ.Vísir8. Dujshebaev sló Guðmund eftir leik: "Aldrei upplifað annað eins" „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Rhein-Necar Löwen, í samtali við Vísi um líklega ótrúlegasta blaðamannafund Meistaradeildarinnar í handbolta frá upphafi og þó víðar væri leitað.9. Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Gunnar Nelson er enn ósigraður í UFC-bardagadeildinni eftir sigur á Omari Akhmedov frá Rússlandi í fyrstu lotu í bardaga þeirra í kvöld.10. „Gat ekki hugsað mér að lifa svona lengur“ Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í Hollandi og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er á batavegi í dag og líður vel eftir að hafa sokkið djúpt í dimman dal þynglyndis og íhugað sjálfsvíg þegar útlitið var verst.11. Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Hann var vægast sagt skrautlegur, blaðamannafundurinn eftir leik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær.Vísir12. Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH.13. Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti.14. Af hverju skipti Louis van Gaal um markvörð? Holland er komið í undanúrslit á HM í í knattspyrnu í Brasilíu eftir dramatískan sigur á spútnikliði Kosta Ríka í vítaspyrnukeppni í kvöld.Vísir15. Skilaboðin fóru fyrir allra augu á Facebook Sigurður Ragnar Eyjólfsson birti í gærkvöldi skilaboð á Facebook-síðu sinni sem áttu bersýnilega aðeins að rata til leikmanna hans hjá ÍBV.16. Dómurunum haldið í tvo tíma eftir leik Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að ástandið eftir leik liðsins gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi-deildar karla hafi verið alvarlegt.17. Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg „Þetta var eins furðulegt slys og þau verða,“ segir Andri Daði Aðalsteinsson, stuðningsmaður FH, í samtali við Vísi um atvikið á Þórsvellinum í gær þar sem stuðningsmaður Hafnafjarðarliðsins féll niður úr stúkunni og lenti á andlitinu.Vísir18. „Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet.19. Aron: Næsta sem ég veit að ég ligg í jörðinni Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að árásin á sig í miðbæ Reykjavíkur um helgina hafi verið tilefnislaus.20. Hér slær Duyshebaev til Guðmundar | Myndband Það gekk mikið á eftir leik pólska liðsins Kielce gegn Rhein-Neckar Löwen í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.
Fótbolti Íslenski boltinn Handbolti HM 2014 í Brasilíu HM 2015 í Katar MMA NFL Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira