Það var orðin algjör pína að fara í sturtu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2014 08:00 Mist Edvardsdóttir sýndi nýju hárgreiðsluna sína á Fésbókinni í vikunni. Mynd/Úr einkasafni Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð. Mist hefur spilað 814 af 990 mögulegum mínútum í boði hjá Valsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar og var aðeins búin að missa úr 24 mínútur þegar hún fékk rautt spjald í leik á móti Þór/KA á dögunum. „Ég hafði náð að spila alla leiki þangað til að Garðar Örn tók sig til og sendi mig í bann,“ segir Mist í léttum tón en það var Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson sem gaf henni rauða spjaldið á 28. mínútu í leiknum við norðanstúlkur. Mist missti þar með af sínum fyrsta deildarleik í síðustu umferð þegar hún tók út leikbann í leik á móti Aftureldingu.Spilar og æfir á fullu „Mér hefur tekist að spila og æfa á fullu. Ég finn aðeins fyrir þessu þegar þetta er orðið erfiðara en ég er heppin að vera miðvörður og þurfa ekki að hlaupa eins mikið og miðjumennirnir. Ég finn helst mun á því að formið er aðeins verra,“ segir Mist. Hún er á fullu í lyfjameðferð og fram undan er fyrsta vísbending um það hvernig gengur. „Þetta gengur þokkalega. Ég er búin með fjórar lyfjagjafir af sextán og er að fara aftur út til Danmerkur í jáeindaskönnun númer tvö sem er fyrsta myndataka eftir að ég byrjaði í lyfjagjöfinni. Ég fer í það í næstu viku og þá kemur í ljós hver staðan er á þessu því þá fær maður að vita það svart á hvítu hvernig það gengur allt,“ sagði Mist um stöðu mála hjá sér.Heppin ef hún gæti æft Það að dómarinn hafi stoppað hana en ekki lyfjagjöfin er til marks um hinn mikla viljastyrk og ákveðni sem þessi öflugi leikmaður býr yfir. „Mér var sagt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni að ég yrði heppin ef ég gæti æft og ég yrði örugglega að hætta að spila strax. Ég hef ekki ennþá fundið neitt þannig fyrir því. Ég æfi á fullu og spila bara. Það er algjör snilld. Þrjóskan hjálpar samt örugglega til,“ viðurkennir Mist.Skönnun í Danmörku Mist þarf að fara til Danmerkur í næstu viku og missir hugsanlega af einum leik vegna þess. „Ég fer í þriggja daga ferð til að fara í skönnunina og kem heim sama dag og við spilum á móti Blikum. Ég veit ekki hvort ég verð með í þeim leik en eins og staðan er núna þá tek ég þetta bara einn dag í einu. Ég ætla samt að vera með þangað til líkaminn segir stopp og vonandi gerir hann það ekkert,“ segir hún. Mist hefur ekki misst af leikjum eða mörgum æfingum en hárið þurfti hins vegar að fjúka. „Það var farið að þynnast svo rosalega á mér hárið. Ég fór að finna fyrir því fyrir tveimur til þremur vikum að hárið var farið að losna rosalega mikið. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu því það komu bara hárboltar úr burstanum þegar ég var að greiða mér,“ segir Mist sem lét taka hárið í byrjun vikunnar. „Ég gerði samning við sjálfa mig um að þrauka fram yfir verslunarmannahelgi og pantaði svo bara tíma hjá vinkonu minni í klippingu í fyrsta tíma eftir verslunarmannahelgi,“ segir Mist.Fær stuðning úr öllum áttum Hún hefur alltaf verið tilbúin að ræða baráttu sína opinberlega og hún hefur fengið góð viðbrögð við því. „Það hjálpar mér bara í þessari baráttu og ég er fyrir vikið að fá stuðning úr öllum áttum,“ segir Mist að lokum. Næsti leikur Valsliðsins er á móti ÍA í kvöld sem verður fyrsti leikur miðvarðarins með nýju klippinguna sína. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Mist Edvardsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals, greindist með krabbamein í eitlum fyrr á árinu en hefur ekki látið það stoppa sig í boltanum því hún hefur náð að spila og æfa á fullu meðfram því að vera í lyfjameðferð. Mist hefur spilað 814 af 990 mögulegum mínútum í boði hjá Valsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar og var aðeins búin að missa úr 24 mínútur þegar hún fékk rautt spjald í leik á móti Þór/KA á dögunum. „Ég hafði náð að spila alla leiki þangað til að Garðar Örn tók sig til og sendi mig í bann,“ segir Mist í léttum tón en það var Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson sem gaf henni rauða spjaldið á 28. mínútu í leiknum við norðanstúlkur. Mist missti þar með af sínum fyrsta deildarleik í síðustu umferð þegar hún tók út leikbann í leik á móti Aftureldingu.Spilar og æfir á fullu „Mér hefur tekist að spila og æfa á fullu. Ég finn aðeins fyrir þessu þegar þetta er orðið erfiðara en ég er heppin að vera miðvörður og þurfa ekki að hlaupa eins mikið og miðjumennirnir. Ég finn helst mun á því að formið er aðeins verra,“ segir Mist. Hún er á fullu í lyfjameðferð og fram undan er fyrsta vísbending um það hvernig gengur. „Þetta gengur þokkalega. Ég er búin með fjórar lyfjagjafir af sextán og er að fara aftur út til Danmerkur í jáeindaskönnun númer tvö sem er fyrsta myndataka eftir að ég byrjaði í lyfjagjöfinni. Ég fer í það í næstu viku og þá kemur í ljós hver staðan er á þessu því þá fær maður að vita það svart á hvítu hvernig það gengur allt,“ sagði Mist um stöðu mála hjá sér.Heppin ef hún gæti æft Það að dómarinn hafi stoppað hana en ekki lyfjagjöfin er til marks um hinn mikla viljastyrk og ákveðni sem þessi öflugi leikmaður býr yfir. „Mér var sagt áður en ég byrjaði í lyfjameðferðinni að ég yrði heppin ef ég gæti æft og ég yrði örugglega að hætta að spila strax. Ég hef ekki ennþá fundið neitt þannig fyrir því. Ég æfi á fullu og spila bara. Það er algjör snilld. Þrjóskan hjálpar samt örugglega til,“ viðurkennir Mist.Skönnun í Danmörku Mist þarf að fara til Danmerkur í næstu viku og missir hugsanlega af einum leik vegna þess. „Ég fer í þriggja daga ferð til að fara í skönnunina og kem heim sama dag og við spilum á móti Blikum. Ég veit ekki hvort ég verð með í þeim leik en eins og staðan er núna þá tek ég þetta bara einn dag í einu. Ég ætla samt að vera með þangað til líkaminn segir stopp og vonandi gerir hann það ekkert,“ segir hún. Mist hefur ekki misst af leikjum eða mörgum æfingum en hárið þurfti hins vegar að fjúka. „Það var farið að þynnast svo rosalega á mér hárið. Ég fór að finna fyrir því fyrir tveimur til þremur vikum að hárið var farið að losna rosalega mikið. Það var orðin algjör pína að fara í sturtu því það komu bara hárboltar úr burstanum þegar ég var að greiða mér,“ segir Mist sem lét taka hárið í byrjun vikunnar. „Ég gerði samning við sjálfa mig um að þrauka fram yfir verslunarmannahelgi og pantaði svo bara tíma hjá vinkonu minni í klippingu í fyrsta tíma eftir verslunarmannahelgi,“ segir Mist.Fær stuðning úr öllum áttum Hún hefur alltaf verið tilbúin að ræða baráttu sína opinberlega og hún hefur fengið góð viðbrögð við því. „Það hjálpar mér bara í þessari baráttu og ég er fyrir vikið að fá stuðning úr öllum áttum,“ segir Mist að lokum. Næsti leikur Valsliðsins er á móti ÍA í kvöld sem verður fyrsti leikur miðvarðarins með nýju klippinguna sína.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira