Dujshebaev sakar Guðmund um dónaskap: "Þú ert lygari!" Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. mars 2014 18:10 Talant Dujshebaev fór hamförum á blaðamannafundinum. Mynd/Skjáskot Hann var vægast sagt skrautlegur, blaðamannafundurinn eftir leik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Liðin áttust við í fyrri viðureigninni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafði pólska liðið sigur á heimavelli, 32-28. Eftir leikinn bar TalantDujshebaev, þjálfari Kielce, GuðmundÞórð Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands og þjálfara Löwen, þungum sökum. „Ég verð að segja við Guðmund Guðmundsson að hann verður að sýna mér meiri virðingu og ekki gera eftirfarandi handabendingar þegar ég er að mótmæla dómum,“ sagði hann. Dujshebaev, sem er einn frægasti handknattleiksmaður sögunnar og einn besti þjálfari heims, stóð svo upp og sýndi þá dónalegu handabendingu sem Guðmundur átti hafa beint að honum. „Þú lýgur,“ sagði Guðmundur við Dujshebaev sem fór hamförum með hljóðnemann í hendinni og stýrði fundinum. Hann sakaði Guðmund einnig um dónaskap í leikjum Íslands og Spánar þegar þeir voru báðir leikmenn á árum áður. „Af hverju ertu að þessu? Þú ert lygari,“ sagði Guðmundur sem brá augljóslega mikið að heyra þessar ásaknir bornar upp á sig. „Sýnið okkur þetta og eftir það megið segja hvort ég hafi rétt fyrir mér eða ekki,“ sagði Dujshebaev. „Þetta er ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað þetta á ævinni. Þjálfarinn lýgur. Þetta hef ég aldrei gert. Hvað gengur að þér maður? Þú ert sjúkur,“ sagði Guðmundur. Þegar hlutirnir róuðust aðeins niður hölluðu þeir sér báðir aftur og muldraði þá Guðmundur eitthvað til Dujshebaevs á íslensku. Hann brást reiður við og vildi fá orðin þýdd yfir á ensku. Myndband af þessum ótrúlega blaðamannafundi má sjá hér. Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Hann var vægast sagt skrautlegur, blaðamannafundurinn eftir leik pólska liðsins Kielce og þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen í Meistaradeild Evrópu í handbolta í gær. Liðin áttust við í fyrri viðureigninni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og hafði pólska liðið sigur á heimavelli, 32-28. Eftir leikinn bar TalantDujshebaev, þjálfari Kielce, GuðmundÞórð Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands og þjálfara Löwen, þungum sökum. „Ég verð að segja við Guðmund Guðmundsson að hann verður að sýna mér meiri virðingu og ekki gera eftirfarandi handabendingar þegar ég er að mótmæla dómum,“ sagði hann. Dujshebaev, sem er einn frægasti handknattleiksmaður sögunnar og einn besti þjálfari heims, stóð svo upp og sýndi þá dónalegu handabendingu sem Guðmundur átti hafa beint að honum. „Þú lýgur,“ sagði Guðmundur við Dujshebaev sem fór hamförum með hljóðnemann í hendinni og stýrði fundinum. Hann sakaði Guðmund einnig um dónaskap í leikjum Íslands og Spánar þegar þeir voru báðir leikmenn á árum áður. „Af hverju ertu að þessu? Þú ert lygari,“ sagði Guðmundur sem brá augljóslega mikið að heyra þessar ásaknir bornar upp á sig. „Sýnið okkur þetta og eftir það megið segja hvort ég hafi rétt fyrir mér eða ekki,“ sagði Dujshebaev. „Þetta er ótrúlegt. Ég hef aldrei upplifað þetta á ævinni. Þjálfarinn lýgur. Þetta hef ég aldrei gert. Hvað gengur að þér maður? Þú ert sjúkur,“ sagði Guðmundur. Þegar hlutirnir róuðust aðeins niður hölluðu þeir sér báðir aftur og muldraði þá Guðmundur eitthvað til Dujshebaevs á íslensku. Hann brást reiður við og vildi fá orðin þýdd yfir á ensku. Myndband af þessum ótrúlega blaðamannafundi má sjá hér.
Handbolti Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira