Formaður Þórs um slasaða FH-inginn: Hann ætti að vera þakklátur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 11:00 „Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Ég er einn af fáum sem varð vitni að þessu atviki. Ég stóð þarna fimm metrum frá þessu og horfði á þetta frá A-Ö,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, um slysið sem varð á Þórsvellinum fyrir rúmri viku þegar stuðningsmaður FH féll fram yfir handrið í stúkunni og slasaðist illa á andliti. Rætt var við stuðningsmanninn, sem er Breti að nafni HarjitDelay, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en þar fór hann ófögrum orðum um aðstöðuna á Þórsvellinum og sagði þetta slys sem hlaut að gerast. „Það er mín skoðun að það þurfi að yfirfara öryggismálin á þessum velli. Aðstaðan er býsna góð en öryggi fyrir áhorfendur er ekki fyrir hendi. Það er bara heppni að barn hafi ekki fallið þarna yfir. Þetta var slys sem hlaut að verða,“ sagði Delay og vildi meina að aðstaðan standist ekki gæðastaðla UEFA og FIFA. Aðalsteinn Ingi bendir á að þrír Evrópuleikir í karla- og kvennaflokki hafi verið spilaðir á Þórsvellinum á undanförnum árum og þar hafi menn frá UEFA komið og tekið völlinn út. „Ég er ekki sá sem á að svara fyrir þessa aðstöðu. Völlurinn er í eigu Akureyrarbæjar, en stúkan er nýlegt mannvirki og þarna hafa verið spilaðir Evrópuleikir. Ég veit ekki betur en að völlurinn standist alla öryggisstaðla UEFA. Ég veit ekki hvaða rök eru fyrir þessum ásökunum hans og hvort þau standist,“ segir formaðurinn. Í heildina er Aðalsteinn Ingi mjög ósáttur við ummæli Delay. „Mér fannst þau bara alls ekki við hæfi,“ segir hann og heldur áfram: „Ég hefði frekar búist við því að þessi maður hefði þakkað skjót og góð viðbrögð þeirra sem komu í veg fyrir að ekki fór verr. Það hefðu mér fundist eðlileg ummæli frá þessum einstaklingi sem hegðaði sér frekar ósæmilega fyrir þennan atburð. Hann mætti kenna sér sjálfum um og þakka öðrum fyrir að ekki fór verr.“ Aðspurður hvað hann meinar með Delay hafi hegðað sér ósæmilega svarar Aðalsteinn: „Ég meina ekkert meira en það. Þetta var bara í alla staði ósæmileg hegðun. Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það. Hann veit sjálfur hvað hann var að gera - ef hann man þá eftir því hvað hann var að gera.“ Formaðurinn segist að lokum ekki hafa neinar áhyggjur af því að Delay leiti réttar síns eins og hann talaði um í fréttinni á Stöð 2 í gærkvöldi. „Nei, engar. Auðvitað eiga menn að leita réttar síns og ég hvet hann til þess. Það er eins með þetta eins og allt annað í samfélaginu,“ segir Aðalsteinn Ingi Pálsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32 Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Heppinn að vera á lífi | Íhugar að kæra Stuðningsmaður FH, Harjit Delay, segist vera heppinn að vera ekki í hjólastól eða hafa hreinlega hálsbrotnað er hann féll úr stúkunni á Þórsvelli fyrir leik Þórs og FH. 21. september 2014 15:32
Slysið á Þórsvelli: Aðkoman var óhugnanleg Komið var í veg fyrir að börn sæju manninn liggjandi í blóði sínu. 15. september 2014 16:45