Virðulegi Illugi Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 23. október 2014 10:41 Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? Vissir þú að 20,6% nemenda höfðu upplifað ofbeldi, niðurlægingu eða orðið fyrir áreitni í þeim mánuði sem könnunin Framhaldsskólapúlsinn 2014 var framkvæmd? Við erum ekki að tala um að nær 21% framhaldsskólanema hafi upplifað þetta síðastliðið ár, þó að þær tölur væru sláandi. Nei, við erum að tala um 20,6% nemenda á framhaldsskólastigi upplifði einhvers konar form af ofbeldi, upplifði niðurlægingu eða varð fyrri áreitni á einum mánuði. Rannsókn sem var gerð af Háskólanum á Akureyri sýnir fram á að samkynhneigð ungmenni í 10.bekk séu 25% líklegri en jafnaldrar þeirra til þess að reyna endurtekið sjálfsvíg. 18% samkynhneigðra stráka í 10. bekk hafa reynt sjálfsvíg 1-4 sinnum en um 40% stelpna. Það er rétt tæpur helmingur samkynhneigðra stelpna sem er allt of hátt hlutfall. 18% stráka er allt of hátt hlutfall. Ásættanlegt hlutfall er 0%. Önnur stærsta dánarorsök fólks á aldrinum 15-20 ára er sjálfsvíg. Að meðaltali falla tveir á aldrinum 15-20 ára á hverju ári fyrir eigin hendi. Ein af aðalorsökum þessara sjálfsvíga eða tilrauna til þeirra er einelti. Sjálfsvíg er mjög viðkvæmt umræðuefni en það er mjög mikilvægt að opna umræðuna og tala um hvers vegna þessir hræðulegu atburðir eiga sér stað. Einelti verður þegar fólk skortir umburðarlyndi. Einelti er fáfræði í formi ofbeldis. Það verður að grípa til aðgerða og víkka skilgreiningu normsins. Enginn á að þurfa að gjalda fyrir kyn, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni, litarhaft, trúarbrögð, efnahag, ætterni eða stöðu. Né vegna þeirra staðreyndar að þeir eigi erfitt með að fóta sig í félagslífinu. Góð líðan nemenda ætti að vera forgangsatriði. Nemanda sem líður vel er töluvert líklegri til þess að standa sig vel í námi og mun ólíklegari til þess að hverfa frá því. Nemendur eiga að geta leitað sér hjálpar á auðveldan hátt. Grunnskólar bjóða upp á sálfræðiaðstoð en því er ekki að skipta í framhaldsskólum. Af hverju stafar það? Seint verða vandamál þeirra sem eru í þessum aldurshópi talin auðveld. Haustið 2012 hóf Verkmenntaskólinn á Akureyri að bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu. Skemmst er frá því að segja að mikil aðsókn var í þjónustuna. Á skólaárinu 2012-2013 nýttu rúmlega 10% nemenda sér úrræði skólasálfræðings. Greinilegt er því að mikil þörf er á þessari þjónustu. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla ber skólunum skylda til þess að bjóða upp á heilbrigðisþjónustu fyrir nemendur í samstarfi við heilsugæslur. Sú þjónusta sem boðið er upp á er oft á tíðum illa auglýst og eru mörg dæmi um að nemendur viti ekki af þeim úrræðum sem standa þeim til boða. Með því að koma upp góðri sálfræði- og hjúkrunarþjónustu í öllum framhaldsskólum og tengja hana við náms- og starfsráðgjöf mætti mynda sterkt bakland fyrir nemendur. 9% nemenda hætta námi vegna andlegra veikind. Kvíði hrjáir marga nemendur á Íslandi og þarf að skoða ástæður þess og orsök. Ýmislegt bendir til að verið sé að leggja of mikið á nemendur, bæði andlega og námslega án þess að þeim sé veittur sé nægur stuðningur. Reiknað hefur verið út að það kosti samfélagið um 14 milljónir fyrir hvern nemanda sem hverfur frá námi. Það er því til mikils að vinna.
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun