Nefnifallsfár Örn Bárður Jónsson skrifar 29. nóvember 2013 06:00 Ein mest lesna frétt á vef RÚV á dögunum var um beygingarvillu í boðskortum forsætisráðuneytisins sem send voru „vegna hátíðahalda af því tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í hópi boðsgesta eru ýmsir af helstu íslenskumönnum landsins“. Okkur getur öllum orðið á og ég þekki það vel þegar „klippa-og-klístra-aðferðin“ veldur villum og tæknin dregur athyglina frá hinu sem réttara er. Tölvur eru gagnleg tæki en þær kunna lítt að hugsa út frá málfræðireglum, einkum þegar tungumálið er flókið og fagurt eins og íslenskan. Tilefni þessa greinarstúfs er að benda á nefnifallsfárið sem virðist verða skæðara með hverju árinu sem líður. Hefurðu tekið eftir því að ekki er lengur hægt að kaupa íbúðir í Hafnarfirði eða Kópavogi eða Ísafirði? Í auglýsingum flestra fasteignasala landsins eru einungis til íbúðir í Hafnarfjörður, Kópavogur og á Ísafjörður o.s.frv. Hvenær hófst þessi vitleysa? Ég tel að sökudólgurinn sé Póstur og sími, það virta og góða fyrirtæki, sem var í eigu almennings fram að einkavæðingunni sem komst mjög í tísku fyrir hrun og sumir þingmenn stjórnarflokkanna glingra nú við eins og nýfædd og ómálga börn. Fyrir daga póstnúmera voru bréf ætíð send til Reykjavíkur, Ísafjarðar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og víðar. Þegar ég fékk bréf í pósti á mínum yngri árum var ég ætíð sagður búa á Ísafirði. Engir skrifuðu Ísafjörður í nefnifalli utan á bréf nema kannski útlendingar. Þegar póstnúmerin voru tekin upp af Pósti og síma, gerðust þeir sem því máli stýrðu sekir, að mínu mati, um mikil málspjöll. Líklega var sú skyssa þeim ómeðvituð að segja að póststöðin 400 væri á Ísafjörður og 200 í Kópavogur. Þetta þótti kannski vera fínna og „meira erlendis“ eins og stundum er sagt. Þrátt fyrir allt tókst mér í sumar að finna nýja eign í bæ með vitlausri fallbeygingu í auglýsingum en mikið mundi það gleðja mig ef fasteignasalar allir tækju upp hina réttu beygingu staðarnafna. Sama á við um fyrirtæki á vefnum og víðar. Heldur fólk virkilega að útlendingar þurfi að fá allt stafað ofan í sig í nefnifalli? Geta þeir ekki fundið skrifstofur Hagkaupa í Holtagörðum? Sum fyrirtæki og stofnanir kunna þetta en önnur ekki. Hér koma dæmi af vefnum: Forsætisráðuneytið er sagt vera í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og Mogginn í Hádegismóum en Eimskip er í Korngarðar 2. Taktu eftir nefnifallsfárinu á komandi dögum og þessum leiðinlega „erlendishætti“ og leggðu tungunni fögru lið með því að benda þeim er reka fyrirtækin, sem eiga hvergi heima skv. réttri íslensku, á hið rétta. Þessi pistill var ekki skrifaður í Garðabær. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mest lesna frétt á vef RÚV á dögunum var um beygingarvillu í boðskortum forsætisráðuneytisins sem send voru „vegna hátíðahalda af því tilefni að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar handritasafnara. Í hópi boðsgesta eru ýmsir af helstu íslenskumönnum landsins“. Okkur getur öllum orðið á og ég þekki það vel þegar „klippa-og-klístra-aðferðin“ veldur villum og tæknin dregur athyglina frá hinu sem réttara er. Tölvur eru gagnleg tæki en þær kunna lítt að hugsa út frá málfræðireglum, einkum þegar tungumálið er flókið og fagurt eins og íslenskan. Tilefni þessa greinarstúfs er að benda á nefnifallsfárið sem virðist verða skæðara með hverju árinu sem líður. Hefurðu tekið eftir því að ekki er lengur hægt að kaupa íbúðir í Hafnarfirði eða Kópavogi eða Ísafirði? Í auglýsingum flestra fasteignasala landsins eru einungis til íbúðir í Hafnarfjörður, Kópavogur og á Ísafjörður o.s.frv. Hvenær hófst þessi vitleysa? Ég tel að sökudólgurinn sé Póstur og sími, það virta og góða fyrirtæki, sem var í eigu almennings fram að einkavæðingunni sem komst mjög í tísku fyrir hrun og sumir þingmenn stjórnarflokkanna glingra nú við eins og nýfædd og ómálga börn. Fyrir daga póstnúmera voru bréf ætíð send til Reykjavíkur, Ísafjarðar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og víðar. Þegar ég fékk bréf í pósti á mínum yngri árum var ég ætíð sagður búa á Ísafirði. Engir skrifuðu Ísafjörður í nefnifalli utan á bréf nema kannski útlendingar. Þegar póstnúmerin voru tekin upp af Pósti og síma, gerðust þeir sem því máli stýrðu sekir, að mínu mati, um mikil málspjöll. Líklega var sú skyssa þeim ómeðvituð að segja að póststöðin 400 væri á Ísafjörður og 200 í Kópavogur. Þetta þótti kannski vera fínna og „meira erlendis“ eins og stundum er sagt. Þrátt fyrir allt tókst mér í sumar að finna nýja eign í bæ með vitlausri fallbeygingu í auglýsingum en mikið mundi það gleðja mig ef fasteignasalar allir tækju upp hina réttu beygingu staðarnafna. Sama á við um fyrirtæki á vefnum og víðar. Heldur fólk virkilega að útlendingar þurfi að fá allt stafað ofan í sig í nefnifalli? Geta þeir ekki fundið skrifstofur Hagkaupa í Holtagörðum? Sum fyrirtæki og stofnanir kunna þetta en önnur ekki. Hér koma dæmi af vefnum: Forsætisráðuneytið er sagt vera í Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg og Mogginn í Hádegismóum en Eimskip er í Korngarðar 2. Taktu eftir nefnifallsfárinu á komandi dögum og þessum leiðinlega „erlendishætti“ og leggðu tungunni fögru lið með því að benda þeim er reka fyrirtækin, sem eiga hvergi heima skv. réttri íslensku, á hið rétta. Þessi pistill var ekki skrifaður í Garðabær. Góðar stundir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar