Cameron fer íslensku leiðina Bolli Héðinsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Breta, hyggst nú fara sömu leið og Íslendingar og óska eftir samningaviðræðum við Evrópusambandið. Að samningaviðræðunum loknum hyggst hann síðan bera samninginn undir þjóðaratkvæði. Þetta hlýtur að teljast hin rökrétta leið, þ.e. að vita fyrst hverju hægt er að ná fram í samningaviðræðunum áður en atkvæðin eru greidd. Ólíkt því sem haldið er fram á Íslandi þá telur Cameron að heilmikið sé hægt að semja um við ESB. Þetta er leið sem Bretar hafa farið áður. Þeir sömdu á níunda áratugnum um hinn svokallaða „breska afslátt“ af framlögum sínum til ESB. Þess afsláttar njóta þeir enn þar sem þeir náðu fram varanlegri undanþágu frá framlögum sínum til ESB. Þegar ákvarðanir um nýjustu fjárhagsáætlun ESB var tekin nú á dögunum náðu Danir einnig að semja um verulegan afslátt frá fyrri framlögum sínum til ESB.Semja fyrst við ESB Aðeins hér á landi heyrast raddir um að greiða eigi þjóðaratkvæði um eitthvað sem enginn veit hvað er. Hér á landi dettur mönnum í hug að betra sé að greiða atkvæði áður en samningur liggur fyrir, áður en vitað er hvað hægt sé að greiða atkvæði um. Aðeins á Íslandi er haldið í þá umræðuhefð að deila um það sem hægt er að staðreyna. Af árangursleysi þeirrar aðferðar ætti þjóðin hins vegar að hafa nægjanlega átakanlega og bitra reynslu. Að hætta aðildarviðræðum í miðjum klíðum er aðeins fallið til að halda lífi í deilum um það sem við fáum ekki botn í nema ljúka aðildarviðræðunum. Það er ekki síður hagsmunamál þeirra sem andsnúnir eru ESB en þeirra sem því eru hlynntir. Hér á landi virðast heilu stjórnmálaflokkarnir hverfast um það eitt að vera á móti ESB án þess að vilja vita hvað í aðildinni felst eða yfirleitt að vilja vita hvort þetta gæti reynst heppileg leið fyrir Íslendinga að fara líkt og allar nágrannaþjóðir okkar hafa gert, að Norðmönnum einum undanskildum. Sömu stjórnmálaflokkar koma sér einnig hjá því að setja fram hugmyndir um hvernig þeir sjá framtíð Íslands best borgið og gefa aðeins til kynna það sem þeir vilja ekki í stað þess að segja til um hvað þeir vilja gera. Alvarlegustu afleiðingar kreppunnar hér á landi urðu vegna stökkbreytinga á lánum heimila og fyrirtækja. Á meðan rataði ekki eitt einasta fyrirtæki eða heimili í neinu nágrannalanda okkar í vandræði vegna hækkunar lána. Hækkun lána í hruninu var séríslenskt fyrirbrigði sem rekja má til íslensku krónunnar. Þessar alvarlegu afleiðingar, einar og sér, ættu að nægja okkur sem áminning um það hvað það kostar okkur að halda úti eigin gjaldmiðli.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar