Rökþrota prestur Reimar Pétursson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Skoðun Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun