Ekkert, Eggert Örn Bárður Jónsson skrifar 2. janúar 2013 06:00 Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Opið svarbréf til fv. formanns Nesklúbbsins, Eggerts Eggertssonar. Sakleysislegur samanburður minn á tekjum Nesklúbbsins sem ég tilheyri og tekjum Nesprestakalls þar sem ég þjóna virðist hafa valdið þér nokkru hugarangri. Lunginn í grein þinni er góð kynning á starfi klúbbsins en inngangurinn er lítið annað en misskilningur og þar örlar einnig á fordómum gagnvart kirkjunni. Ekkert í minni grein var hugsað sem gagnrýni á starf Nesklúbbsins og því kom það mér á óvart að þú skyldir bregðast við með þessum neikvæða hætti og nota tækifærið til að gagnrýna Þjóðkirkjuna, elstu þjónustustofnun þjóðarinnar, sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna tilheyrir. Ríkið í samkeppni við trúfélög Markmið mitt með greininni var að sýna fram á hvað rekstur annarrar stærstu sóknar í Reykjavík kostar í raun lítið. Samanburðurinn er Nesklúbbnum í hag því þar sést svart á hvítu hverju fámennur hópur getur áorkað sé brennandi áhugi fyrir hendi. Ég hefði einnig getað sýnt fram á að heildartekjur Nesprestakalls væru álíka miklar og laun fjögurra einstaklinga sem hver um sig hefur eina milljón á mánuði og þeir eru fleiri í þjóðfélaginu en margan grunar. Þú talar um ríkiskirkju og það sýnir að þú hefur ekki lesið greinar mínar af nógri athygli. Ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir öll trúfélög, múslíma, ásatrúarmenn, bahá?í-söfnuðinn, aðventista, hvítasunnusöfnuði, söfnuði kaþólsku kirkjunnar, fríkirkjur af ýmsu tagi, Þjóðkirkjuna o.fl. Vilt þú þar með kalla þessi félög ríkistrúfélög vegna þjónustunnar sem ríkið veitir þeim? Þú gagnrýnir að börn séu skráð í trúfélög og verði að greiða sóknargjald til trúfélags þegar þau eldast. Skv. lögum tilheyra börn trúfélagi móður eða eru utan trúfélaga sé hún það. En hvað greiðslu varðar þá er það rangt að þau þurfi fullorðin að greiða til trúfélags gegn vilja sínum eins og sannast á þér sjálfum. Hér áður fyrr rann gjald þeirra sem kjósa að vera utan allra skráðra trúfélaga í sérstakan sjóð hjá Háskóla Íslands en þessu var breytt illu heilli af löggjafanum og rennur gjaldið nú í ríkissjóð. Ríkið er þar með komið í samkeppni við trúfélög í landinu. Gjaldið er sem nemur verði tveggja til þriggja kaffibolla á mánuði. Þá tel ég það jákvætt að fólki utan trúfélaga sé gert að greiða lítilræði til göfugra málefna eins og var gert með hinu eldra fyrirkomulagi en er andvígur núverandi kerfi. Kostnaðarsöm innheimta Börn eru oft skráð í íþróttafélög og fjöldi barna sem ég skíri í Vesturbænum er kominn í KR-búning áður en þau losna úr bleyju. Íþróttafélög fá gríðarlegar upphæðir úr opinberum sjóðum. Mörg stór íþróttamannvirki eru byggð af hinu opinbera en kirkjur af söfnuðunum sjálfum. Konurnar sem bökuðu og prjónuðu á 5. og 6. áratug liðinnar aldar og seldu afurðir sínar og karlarnir sem gáfu vinnu sína byggðu Neskirkju ásamt öðrum sóknarbörnum sem greiddu sitt félagsgjald. Þú segir: „Ef trúfélög og þá sérstaklega Þjóðkirkjan vill hafa golfhreyfinguna að leiðarljósi þá ætti hún að segja skilið við ríkisvaldið, hætta að láta Hagstofuna skrá félaga og innheimta sjálf félagagjaldið.“ Þessu er til að svara að Þjóðkirkjan og ríkið skildu árið 1997 er þau gerðu með sér samning þar um. Ríkið innheimtir að vísu áfram sóknargjöldin en tekur nú af þeim rúmlega 36% hlut. Það er ærið kostnaðarsöm innheimta svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Kirkjan gæti auðvitað séð um innheimtuna sjálf eða framselt hana til banka eins og Nesklúbburinn gerir. Þannig vinna félagasamtök gjarnan í dag. En þá spyr ég: Muntu þá segja að kirkjan verði á framfæri bankanna? Ég ítreka að í umræddum greinum mínum var ekkert sem túlka má sem gagnrýni á Nesklúbbinn, ekkert, Eggert! Ég óska þér farsældar á nýju ári. Við munum vonandi taka golfhring saman næsta sumar eins og oft áður og njóta útiveru á Nesinu innan um kríur og aðra fugla, fiðraða sem ófiðraða.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun