Úrtölufólkið og spýjan Sr. Örn Bárður Jónsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt „Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar"? Hvað ef Leifur, Þorfinnur, Guðríður og co. hefðu hætt við förina til Ameríku og aldrei fundið hina nýju álfu? Hvað ef bandamenn í seinni heimstyrjöldinni hefðu sagt „Við skulum ekkert vera að skipta okkur af þessum málum. Látum þetta bara eiga sig"? Hvað ef Lúther hefði ekki þorað að negla greinarnar 95 á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg og við værum enn föst í viðjum þröngsýni og afturhalds? Hvað ef við hefðum ekki þorað að færa út landhelgina í 12 mílur, 50 mílur, 200 mílur? Hvað ef Vestmannaeyingar hefðu ekki nennt upp á land í gosinu? Hvað ef þeir hefðu hætt við að dæla köldum sjó á hraunið? Hvað ef Guðlaugur hefði snúið aftur til skipsflaksins í stað þess að synda í land? Hvað ef við hefðum ekki þorað að taka á hruninu? Og svo framvegis og framvegis. Eða erum við kannski í þeim sporum að þora ekki að taka á hruninu? Nú hrópar úrtölufólk hátt á málþingum og í fjölmiðlum og vill snúa þjóðinni til baka, þjóðinni sem er á ferð á vit nýrrar framtíðar. Hættum við, segja þau, förum varlega, skoðum þetta betur, snúum við, hættum við ferðina til fyrirheitna landsins, höfum þetta bara eins og það hefur verið, spillt, rotið, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt – ó, ó, ó! Já, svei, segi ég nú bara. Höldum för okkar áfram Það tók fámennan hóp 116 daga að setja saman bandarísku stjórnarskrána árið 1787 sem margar stjórnarskrár frjálsra landa hafa síðan verið byggðar á. Hún var samþykkt með naumum meirihluta í mörgum ríkjum en náði þó í gegn. Það tók stjórnlagaráð 115 daga að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrá fyrir Ísland árið 2011, stjórnarskrá sem fær flotta dóma þeirra erlendu sérfræðinga sem búa yfir alvöru þekkingu og kunna að lesa hana í samhengi við aðrar stjórnarskrár heimsins. En hér heima á klakanum eru úrtölumenn, einkum af félagsvísinda- og lögfræðisviðum háskólanna, orðnir hásir við að öskra á fólk um að snúa við, fara til baka. Mér koma til huga orð Salómons konungs, þess vitra manns: „Eins og hundur sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi sem endurtekur fíflsku sína." Ætlum við að að vera þær gungur að snúa við? Ætlar þú, þjóð mín, að snúa aftur til spýjunnar? Hlustum ekki á úrtölufólkið, brýnum alþingismenn okkar til að sýna nú djörfung og dug og klára málið án þess að eyðileggja listaverkið sem stjórnarskrárfrumvarpið er. Höldum för okkar áfram, ferðinni til nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Sjá meira
Hvað ef landnámsmennirnir forðum daga hefuðu snúið við og sagt „Þetta er bara vesen. Hættum við að leita á vit nýrrar framtíðar"? Hvað ef Leifur, Þorfinnur, Guðríður og co. hefðu hætt við förina til Ameríku og aldrei fundið hina nýju álfu? Hvað ef bandamenn í seinni heimstyrjöldinni hefðu sagt „Við skulum ekkert vera að skipta okkur af þessum málum. Látum þetta bara eiga sig"? Hvað ef Lúther hefði ekki þorað að negla greinarnar 95 á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg og við værum enn föst í viðjum þröngsýni og afturhalds? Hvað ef við hefðum ekki þorað að færa út landhelgina í 12 mílur, 50 mílur, 200 mílur? Hvað ef Vestmannaeyingar hefðu ekki nennt upp á land í gosinu? Hvað ef þeir hefðu hætt við að dæla köldum sjó á hraunið? Hvað ef Guðlaugur hefði snúið aftur til skipsflaksins í stað þess að synda í land? Hvað ef við hefðum ekki þorað að taka á hruninu? Og svo framvegis og framvegis. Eða erum við kannski í þeim sporum að þora ekki að taka á hruninu? Nú hrópar úrtölufólk hátt á málþingum og í fjölmiðlum og vill snúa þjóðinni til baka, þjóðinni sem er á ferð á vit nýrrar framtíðar. Hættum við, segja þau, förum varlega, skoðum þetta betur, snúum við, hættum við ferðina til fyrirheitna landsins, höfum þetta bara eins og það hefur verið, spillt, rotið, gruggugt, óskýrt, óréttlátt, ósanngjarnt, ójafnt – ó, ó, ó! Já, svei, segi ég nú bara. Höldum för okkar áfram Það tók fámennan hóp 116 daga að setja saman bandarísku stjórnarskrána árið 1787 sem margar stjórnarskrár frjálsra landa hafa síðan verið byggðar á. Hún var samþykkt með naumum meirihluta í mörgum ríkjum en náði þó í gegn. Það tók stjórnlagaráð 115 daga að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrá fyrir Ísland árið 2011, stjórnarskrá sem fær flotta dóma þeirra erlendu sérfræðinga sem búa yfir alvöru þekkingu og kunna að lesa hana í samhengi við aðrar stjórnarskrár heimsins. En hér heima á klakanum eru úrtölumenn, einkum af félagsvísinda- og lögfræðisviðum háskólanna, orðnir hásir við að öskra á fólk um að snúa við, fara til baka. Mér koma til huga orð Salómons konungs, þess vitra manns: „Eins og hundur sem snýr aftur til spýju sinnar, svo er heimskingi sem endurtekur fíflsku sína." Ætlum við að að vera þær gungur að snúa við? Ætlar þú, þjóð mín, að snúa aftur til spýjunnar? Hlustum ekki á úrtölufólkið, brýnum alþingismenn okkar til að sýna nú djörfung og dug og klára málið án þess að eyðileggja listaverkið sem stjórnarskrárfrumvarpið er. Höldum för okkar áfram, ferðinni til nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun