Litla stúlkan með eldspýturnar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Loftslagsmál Skoðun Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari höfum mælt stöðu brúnar á Steinsholtsjökli í allmörg ár. Skriðjökullinn gengur norður úr Eyjafjallajökli. Hann hefur hopað og þynnst samfellt á mælitímabilinu og er fulltrúi allra skriðjökla landsins og raunar yfir 90% allra jökla utan Grænlands og Suðurskautslandsins en þeir eru um 300 þúsund. Allur jökulís heims geymir rúm 2% vatnsins á yfirborði jarðar. Hann er afar mikilvægt ferskvatnsforðabúr, einkum í fjalllendi heimsálfanna og á láglendi nærri því. Hin rúm 97% eru saltur sjór. Meðalhiti á jörðinni hefur hækkað um 0,7 gráður á Celsíus á undanförnum eitt hundrað árum og aldrei hraðar en undanfarna áratugi enda aukning gróðurhúsagasa hraðari en sést hefur í mæligögnum úr ískjörnum sem sýna þá sögu í 650 þúsund ár. Ísland hefur færst, hvað gróður og dýralíf varðar, um 800 km í suður.Enginn vafi Enginn vafi leikur lengur á meginorsökunum. Þær felast í síaukinni dreifingu gróðurhúsagasa, hömlulítilli gróðureyðingu og æ meiri rykmengun vegna athafna manna. Hiti hækkar í neðstu loftlögum en það kólnar í heiðhvolfinu. Talið er að efnahagskerfi heims geti þolað hitastigshækkun um allt að 2°C á næstu fjórum til sex áratugum og hækkun heimshafanna um allt að einn metra. Hvort tveggja kallar á gríðarleg fjárframlög og veldur flestöllum þjóðum miklu raski. Í þessum mánuði kom út skýrsla Alþjóðabankans „Turn Down the Heat". Stofnunin er frekar þekkt fyrir íhaldssemi en andstæðu hennar í þjóðfélagsmálum. Í skýrslunni kemur fram svipuð afstaða og í skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar fyrir skömmu. Meðal annars er því haldið réttilega fram að ekki megi nýta nema þriðjung þekktra birgða kolefniseldsneytis í heiminum ef við ætlum að halda okkur innan 2° hækkunar ársmeðalhitans – nema þjóðunum takist að binda kolefni á heimsvísu með nýrri tækni og gróðurframförum. Næstum tveir þriðju hlutar birgðanna eru kol, 22% olía og 15% gas, aðallega í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi.Oftrú á skyndigróða Núna er ekkert samkomulag í sjónmáli um verulegar framfarir í að sporna við hlýnun andrúmsloftsins, þvert á móti. Nýjustu hugmyndir um að nýta flóknar og dýrar aðferðir við að ná upp olíu og gasi norðan heimskautsbaugs, á erfiðum slóðum, vekja svartsýni á vegferð næstu ára eða áratuga. Skammsýni og oftrú á skyndigróða sýnast ætla að ríkja yfir varkárni og skynsemi. Hvar er umhyggjan fyrir heimsbyggð morgundagsins? Stjórnmál vega afar þungt í þessum efnum. Líka þrýstingur almennings. Ég hef sagt það áður og skrifa hér enn einu sinni: Íslendingar hafa tækifæri til að koma fram sem djörf og sterk rödd meðal þjóða við að hægja á þeysireiðinni inn í ofhlýnun jarðar og koma með ábendingar og kröfur um lausnir. Til þess höfum við þekkingu og ríka ástæðu. Ella líkjumst við litlu stúlkunni með eldspýturnar í sögu Hans Christians Andersen, nema hvað vandamálið er ekki kuldi heldur varmi.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun