Snjóhengja sparifjáreigenda Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun