Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:32 Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Vegagerð Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun