Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:32 Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundabraut Reykjavík Mosfellsbær Vegagerð Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur Vegagerðin haldið kynningarfundi um Sundabraut, þar sem fjallað var um umhverfismat og drög að aðalskipulagsbreytingu. Sem íbúi í Langholtshverfi hefur undirrituð áhuga á verkefninu og hag af því að vandað verði til verka ef ráðist verður í framkvæmdir. Fundir Vegagerðarinnar hafa leitt margt í ljós, aðallega hversu mikinn áhuga Vegagerðin hefur haft á brúarlausnum á kostnað gangalausna, en brú mun hafa mikil áhrif á íbúðahverfi borgarinnar, starfsemi á hafnarsvæðinu sem og Viðeyjarsund. En snúum okkur að mögulegum gangalausnum fyrir Sundabraut. Í samtali við sérfræðinga Eflu verkfræðistofu eftir að fundartíma lauk voru bornar upp spurningar um það af hverju væri verið að leggja það til að setja gangamunni inn í gróið íbúðahverfi, t.d. við Dalbraut og Holtaveg, en ekki nær Sæbraut og Myndlistarskólanum við Klettagarða. Í svörum kom í ljós að það myndi ekki henta flutningsaðilum á svæðinu. Svona svör frá þeim aðilum sem vinna að skýrslum sem síðar eru kynnt almenningi varpa ljósi á það sem íbúasamtök hafa margsinnis bent á; að ekki er tekið jafn mikið tillit til hagsmuna íbúa í þeim hverfum sem framkvæmdin snertir hvað mest og atvinnustarfsemi. Að sjálfsögðu eru flutningafyrirtæki og önnur fyrirtæki á svæðinu fyrir neðan Sæbraut mikilvægir hagsmunaaðilar í þessu stóra verkefni, en það má ekki vera svoleiðis að þeirra hagsmunir vegi þyngra en íbúa. Er það samfélagið sem við viljum búa við í Reykjavík? Þær tvær aðalleiðir sem kynntar hafa verið og fólk er beðið um að taka afstöðu til eru í raun báðar skelfilegar fyrir íbúa Langholtshverfis og Laugarneshverfis. Þessi hverfi eru gömul og gróin og voru byggð löngu áður en hugmyndir um Sundabraut byrjuðu að fara á flug. Fyrir neðan Sæbraut, þ.e.a.s. norðan við hana er engin íbúðabyggð alveg frá Vogabyggð og alla leið niður í miðbæ. Raunar er nær öll strandlengja Reykjavíkur frátekin fyrir atvinnustarfsemi og það að stilla aðeins upp kostum þar sem umferð er beint inn í íbúðabyggð, en ekki bjóða upp á valkost þar sem aðkoma að Sundabraut liggur fjær íbúum og nær hafnarsvæði og öðru atvinnusvæði er óskiljanlegt og ber keim af gerræðistilburðum af hálfu Vegagerðarinnar og yfirvalda. Þegar kemur að skipulagsmálum þá er upplifunin oft sú að hagur íbúa fái ekki jafn hátt vægi og hagur atvinnurekenda og fjármagnseiganda. Sú spurning hefur læðst upp í hugann á undirritaðri hvort Reykjavík sé borg sem er yfir höfuð hönnuð fyrir íbúa hennar? Höfundur er hagfræðingur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun