Snjóhengja sparifjáreigenda Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun