Klíkan og kjötkatlarnir Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. apríl 2012 06:00 Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já, svei mér þá það gerðist á laugardaginn. Nú mega íslenskir réttkjörnir ráðamenn ekki stoppa við Kerið og sýna gestum okkar, þjóðarinnar, mikilfenglega náttúruna. Eigendur náttúruperlunnar eru í stjórnarandstöðu. Eigendunum er illa við að ráða ekki. Eigendurnir vilja komast aftur að kjötkötlunum, svo þeir geti haldið áfram að verja sérhagsmunina. Líklega er enginn stjórnmálaflokkur á landinu sem talar meira um sátt en stærri stjórnarandstöðuflokkurinn. Sáttin þeirra gengur út á að allt verði áfram eftir þeirra höfði eins og það hefur verið langa lengi. Tillögur þeirra í öllum málum ganga út á að kosið verði, vegna þess að þau halda að þá komist þau aftur að. Það fer hins vegar minna fyrir því hvað þau ætla að gera ef þau komast að. Ef marka má hátíðardagskrá á fundi Samtaka atvinnulífsins, sem lítur helst út fyrir að vera sérdeild í stærri stjórnarandstöðuflokknum, þá vilja menn hverfa til starfshátta sem tíðkuðust í landinu áður en efnahagslífið hér á landi fór fjandans til. Þá var í tísku að gera grín að eftirlitsiðnaðinum, það er enn í tísku. Þá blómstraði hér öflugt fjármálalíf sem atvinnulífið dásamaði – en var í raun allt tómt svindl og svínarí. Hverjar urðu afleiðingarnar. Við þekkjum þær öll. Hærri skattar, minni kaupmáttur, hærri afborganir af lánum og gjaldeyrishöft. Það er sannarlega undarlegt að sitja og hlusta á atvinnurekendur sem vilja láta líta á sig sem ábyrgt afl í þjóðfélaginu tala eins og allt sé þetta ríkisstjórninni að kenna. Fólk veit betur. Fólk veit hvað olli hruninu. Fólk veit að það var óábyrg stjórn efnahagslífsins, óábyrg hegðun atvinnurekenda og óábyrg hegðun margra heimila – kannski ekki skrítið, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Til að komast aftur á réttan kjöl þurfum við ábyrga efnahagsstjórn, ábyrga stjórn heimilanna og ábyrga stjórn atvinnuveganna. Því miður virðist sem við höfum einungis það tvennt sem fyrst var upp talið. Kann það góðri lukku að stýra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já, svei mér þá það gerðist á laugardaginn. Nú mega íslenskir réttkjörnir ráðamenn ekki stoppa við Kerið og sýna gestum okkar, þjóðarinnar, mikilfenglega náttúruna. Eigendur náttúruperlunnar eru í stjórnarandstöðu. Eigendunum er illa við að ráða ekki. Eigendurnir vilja komast aftur að kjötkötlunum, svo þeir geti haldið áfram að verja sérhagsmunina. Líklega er enginn stjórnmálaflokkur á landinu sem talar meira um sátt en stærri stjórnarandstöðuflokkurinn. Sáttin þeirra gengur út á að allt verði áfram eftir þeirra höfði eins og það hefur verið langa lengi. Tillögur þeirra í öllum málum ganga út á að kosið verði, vegna þess að þau halda að þá komist þau aftur að. Það fer hins vegar minna fyrir því hvað þau ætla að gera ef þau komast að. Ef marka má hátíðardagskrá á fundi Samtaka atvinnulífsins, sem lítur helst út fyrir að vera sérdeild í stærri stjórnarandstöðuflokknum, þá vilja menn hverfa til starfshátta sem tíðkuðust í landinu áður en efnahagslífið hér á landi fór fjandans til. Þá var í tísku að gera grín að eftirlitsiðnaðinum, það er enn í tísku. Þá blómstraði hér öflugt fjármálalíf sem atvinnulífið dásamaði – en var í raun allt tómt svindl og svínarí. Hverjar urðu afleiðingarnar. Við þekkjum þær öll. Hærri skattar, minni kaupmáttur, hærri afborganir af lánum og gjaldeyrishöft. Það er sannarlega undarlegt að sitja og hlusta á atvinnurekendur sem vilja láta líta á sig sem ábyrgt afl í þjóðfélaginu tala eins og allt sé þetta ríkisstjórninni að kenna. Fólk veit betur. Fólk veit hvað olli hruninu. Fólk veit að það var óábyrg stjórn efnahagslífsins, óábyrg hegðun atvinnurekenda og óábyrg hegðun margra heimila – kannski ekki skrítið, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Til að komast aftur á réttan kjöl þurfum við ábyrga efnahagsstjórn, ábyrga stjórn heimilanna og ábyrga stjórn atvinnuveganna. Því miður virðist sem við höfum einungis það tvennt sem fyrst var upp talið. Kann það góðri lukku að stýra?
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun