Klíkan og kjötkatlarnir Valgerður Bjarnadóttir skrifar 25. apríl 2012 06:00 Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já, svei mér þá það gerðist á laugardaginn. Nú mega íslenskir réttkjörnir ráðamenn ekki stoppa við Kerið og sýna gestum okkar, þjóðarinnar, mikilfenglega náttúruna. Eigendur náttúruperlunnar eru í stjórnarandstöðu. Eigendunum er illa við að ráða ekki. Eigendurnir vilja komast aftur að kjötkötlunum, svo þeir geti haldið áfram að verja sérhagsmunina. Líklega er enginn stjórnmálaflokkur á landinu sem talar meira um sátt en stærri stjórnarandstöðuflokkurinn. Sáttin þeirra gengur út á að allt verði áfram eftir þeirra höfði eins og það hefur verið langa lengi. Tillögur þeirra í öllum málum ganga út á að kosið verði, vegna þess að þau halda að þá komist þau aftur að. Það fer hins vegar minna fyrir því hvað þau ætla að gera ef þau komast að. Ef marka má hátíðardagskrá á fundi Samtaka atvinnulífsins, sem lítur helst út fyrir að vera sérdeild í stærri stjórnarandstöðuflokknum, þá vilja menn hverfa til starfshátta sem tíðkuðust í landinu áður en efnahagslífið hér á landi fór fjandans til. Þá var í tísku að gera grín að eftirlitsiðnaðinum, það er enn í tísku. Þá blómstraði hér öflugt fjármálalíf sem atvinnulífið dásamaði – en var í raun allt tómt svindl og svínarí. Hverjar urðu afleiðingarnar. Við þekkjum þær öll. Hærri skattar, minni kaupmáttur, hærri afborganir af lánum og gjaldeyrishöft. Það er sannarlega undarlegt að sitja og hlusta á atvinnurekendur sem vilja láta líta á sig sem ábyrgt afl í þjóðfélaginu tala eins og allt sé þetta ríkisstjórninni að kenna. Fólk veit betur. Fólk veit hvað olli hruninu. Fólk veit að það var óábyrg stjórn efnahagslífsins, óábyrg hegðun atvinnurekenda og óábyrg hegðun margra heimila – kannski ekki skrítið, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Til að komast aftur á réttan kjöl þurfum við ábyrga efnahagsstjórn, ábyrga stjórn heimilanna og ábyrga stjórn atvinnuveganna. Því miður virðist sem við höfum einungis það tvennt sem fyrst var upp talið. Kann það góðri lukku að stýra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Getur klíkusamfélagið enn komið okkur á óvart? Já, svei mér þá það gerðist á laugardaginn. Nú mega íslenskir réttkjörnir ráðamenn ekki stoppa við Kerið og sýna gestum okkar, þjóðarinnar, mikilfenglega náttúruna. Eigendur náttúruperlunnar eru í stjórnarandstöðu. Eigendunum er illa við að ráða ekki. Eigendurnir vilja komast aftur að kjötkötlunum, svo þeir geti haldið áfram að verja sérhagsmunina. Líklega er enginn stjórnmálaflokkur á landinu sem talar meira um sátt en stærri stjórnarandstöðuflokkurinn. Sáttin þeirra gengur út á að allt verði áfram eftir þeirra höfði eins og það hefur verið langa lengi. Tillögur þeirra í öllum málum ganga út á að kosið verði, vegna þess að þau halda að þá komist þau aftur að. Það fer hins vegar minna fyrir því hvað þau ætla að gera ef þau komast að. Ef marka má hátíðardagskrá á fundi Samtaka atvinnulífsins, sem lítur helst út fyrir að vera sérdeild í stærri stjórnarandstöðuflokknum, þá vilja menn hverfa til starfshátta sem tíðkuðust í landinu áður en efnahagslífið hér á landi fór fjandans til. Þá var í tísku að gera grín að eftirlitsiðnaðinum, það er enn í tísku. Þá blómstraði hér öflugt fjármálalíf sem atvinnulífið dásamaði – en var í raun allt tómt svindl og svínarí. Hverjar urðu afleiðingarnar. Við þekkjum þær öll. Hærri skattar, minni kaupmáttur, hærri afborganir af lánum og gjaldeyrishöft. Það er sannarlega undarlegt að sitja og hlusta á atvinnurekendur sem vilja láta líta á sig sem ábyrgt afl í þjóðfélaginu tala eins og allt sé þetta ríkisstjórninni að kenna. Fólk veit betur. Fólk veit hvað olli hruninu. Fólk veit að það var óábyrg stjórn efnahagslífsins, óábyrg hegðun atvinnurekenda og óábyrg hegðun margra heimila – kannski ekki skrítið, því að eftir höfðinu dansa limirnir. Til að komast aftur á réttan kjöl þurfum við ábyrga efnahagsstjórn, ábyrga stjórn heimilanna og ábyrga stjórn atvinnuveganna. Því miður virðist sem við höfum einungis það tvennt sem fyrst var upp talið. Kann það góðri lukku að stýra?
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun