Brjóstkirkjur Örn Bárður Jónsson skrifar 12. mars 2012 06:00 Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Bárður Jónsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Elsta trúarrit á íslenskri tungu er svonefnd Íslensk hómilíubók frá 12. öld sem er safn helgra texta og prédikana. Þar er minnst á „brjóstkirkjur“ í bæn og vísað með þeim orðum til helgidóma hjartnanna. Brjóstkirkja er fallegt orð. Við eigum öll helgidóm hið innra hver sem trú okkar er. Menn spurðu Jesú forðum um Guðs ríki og hann sagði að það væri hvorki hægt að segja það vera þar eða hér „því Guðs ríki er hið innra með yður.“ Þjóðin er mengi fólks með helgidóm í hverju hjarta. Við þurfum nú að huga að innra lífi okkar. Ástandið í þjóðfélaginu kallar á tiltekt hið innra og afstöðu til þess sem er heilagt í lífi manna á öllum öldum, öllum stöðum og innan allra trúarbragða og kristallast í hinni gullnu reglu Krists um að gera öðrum það sem maður vill að snúi að manni sjálfum og hinu æðsta boðorði um að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Við höfum horft upp á þjóðfélag okkar riða til falls vegna óráðsíu, óeiningar og samræðuhefðar sem er okkur til skammar. Þegar menn sem gegna ábyrgðarstörfum í þjóðfélaginu kalla hvorn annan bjána á opinberum vettvangi þá er eitthvað mikið að. Við erum samfélag í sárum. Sagt er að 30 þúsund heimili séu undir hamrinum. Úrlausnir eru fáar og sagðar kosta of mikið. En hvað kostar vonleysið, beiskjan og reiðin þegar dæmið verður gert upp? Tilfinningar vonsvikinna einstaklinga rata ekki inn í excel-skjölin, slíkar breytur passa ekki inn í formúlur reiknimeistaranna. Hver er fórnarkostnaður þjóðfélagsins í reiðu og vonsviknu fólki sem búið er að missa trúna á land og þjóð? Ráðaleysi okkar og tafir á viðunandi lausnum á vanda fólks er mikið alvörumál. Sagan sýnir að brjóstkirkjan vaknar í okkur öllum þegar áföll verða. Þegar snjóflóðin á Vestfjörðum dundu yfir hringdu klukkur í brjóstkirkju okkar allra. Flest fólk hefur mjög sterka samkennd með þeim sem líða og standa höllum fæti. Í þekktum sjómannasálmi segir „þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll“. Við erum ein þjóð í einu litlu landi. Hvernig getum við leyst úr málum okkar sem ein fjölskylda? Sjúkrahússprestur tjáði mér að í hans starfi verði hann var við nöturlegar aðstæður ungs fólks sem á sjúk börn eða berst sjálft við erfiða sjúkdóma því sumt af þessu fólki er svo hræðilega fátækt, segir hann. Hvernig getum við látið slíkt viðgangast í landi sem er jafn gjöfult og raun ber vitni? Gleðilegar fréttir heyrði ég nýlega af því hvernig margt fólk kemst út úr viðjum atvinnuleysis. Minnihluti þess fær störf í gegnum opinberar skrifstofur. Flest störf verða til fyrir tilstilli vina, kunningja og skyldmenna. Nánd og umhyggja skapa ný störf. Er ekki kominn tími til að hringja klukkum í brjóstkirkjunum og vekja okkur öll upp til góðra verka? Í líknarþjónustu við deyjandi fólk á sjúkrahúsum skiptir einna mestu máli hlý nærvera og vinátta. Orð og mælgi skipta þar minna máli. Hlýjan og vináttan læknar og eflir ónæmiskerfið, segja læknar. Hvernig getum við læknað þjóðina, læknað hvert annað? Við getum það með elsku, með hlýrri nærveru, með nýrri samræðuhefð sem er laus við sakbendingar og dómsýki en stefnir þess í stað að sátt og friði í samfélaginu. Látum nú klukkurnar hringja í brjóstkirkjum okkar og hefjumst handa við endurreisn samfélagsins. Við getum læknað Ísland og reist það upp á ný.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun