Hrunadansinn hafinn á ný Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun