Hrunadansinn hafinn á ný Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. febrúar 2012 06:00 Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun, þegar kaupmáttur heimilanna náði hæstum hæðum, skuldsettu íslensk heimili sig samt sem áður langt umfram það sem gerist og gengur. Íslensk heimili voru þá orðin hvað skuldugust á jarðríki miðað við árlegar heimilistekjur. Neyslugleði heimilanna gekk svo langt fram úr tekjum þeirra – enda dæmin mörg. Fleiri nýir Range Rover jeppar voru á Íslandi en samanlagt í Danmörku og Svíþjóð. Næst flestar pantanir bárust frá Íslandi af öllum löndum heims á nýjustu gerð af Toyota Landcruiser – næst á eftir pöntunum frá Rússlandi. Og allt í skuld! Öllum má ljóst vera að þó ekkert bankahrun hefði orðið stefndu fjölmörg íslensk heimili í sitt einkahrun. Sextán þúsund heimili voru komin á vanskilaskrá – fyrir hrun! Nú er bankahrunið að baki og helsta umræðuefni dagana langa er hvað eigi að gera til þess að létta skuldum af heimilunum – og hverjir aðrir eigi að borga skuldir þeirra. Þegar sú umræða stendur sem hæst berast fréttir af því, að á sex síðustu mánuðum ársins 2011 hafi yfirdráttarskuldir heimilanna aukist um 18 þúsund milljónir króna. Yfirdráttarskuldir heimilanna eru nú komnar á svipað stig og undir árslok 2008 – fyrir hrun! Sumir gætu haldið að þessi skuldaaukning stafaði einvörðungu af þröngri fjárhagsstöðu heimila. Svo er þó ekki. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hefur einkaneyslan aukist umtalsvert – og alla þá neysluaukningu kosta heimilin með dýrustu lántökum sem unnt er að efna til. Aukning yfirdráttarskulda er alfarið ákvörðun heimilanna sjálfra til þess að borga fyrir aukna neyslu sem einnig er ákvörðun heimilanna sjálfra. Á sama tíma er rætt um nauðsyn þess að létta húsnæðisskuldunum af. Hvað svo sem þeirri umræðu líður og sanngirnissjónarmiðunum þar þá virðist ljóst vera, að hrunadansinn er að hefjast aftur. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að ástunda neyslu, sem þau eru ekki borgunarmenn fyrir. Enn og aftur eru íslensk heimili farin að kosta neyslu sína með dýrustu lánum, sem um getur. Ekkert neyðir þau til þess. Og það atferli eitt út af fyrir sig skýrir það, sem sagt er að séu batamerki í íslenskum þjóðarbúskap – hagvöxt síðasta ár. Íslenska eyðsluklóin virðist ekkert geta lært. Með annarri hendinni teygir hún sig eftir óhagstæðustu lánum sem hugsast getur til þess að kosta neyslu sína. Með hinni hendinni krefur hún samfélagið um að leggja eyri í lófa karls, karls svo niðurgreiða megi vexti á húsnæðislánunum og afskrifa skuldir vegna húsnæðis- og bílakaupa. Hvað er fólk eiginlega að hugsa? Ég veit, að fyrir það eitt að benda á þessar staðreyndir fær fólk yfir sig skítkast og níð – en svona er þetta nú samt. Skítkastið ræður ekki bót á því. Segir hins vegar aðra sögu – engu fegurri. Söguna um innræti.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun