Stjórnlagaráð – hvað næst ? Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun