Stjórnlagaráð – hvað næst ? Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun