Stjórnlagaráð – hvað næst ? Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun