Er þetta eitthvað nýtt? Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. maí 2011 10:00 Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar