Er þetta eitthvað nýtt? Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. maí 2011 10:00 Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar