Ekki félagshyggjustjórn enn Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júní 2010 09:13 Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ástæður þess er mikið til umræðu í fjölmiðlum og á Alþingi og mun svo verða lengi enn. Er ljóst eftir útkomu skýrslunnar hverjir eiga sök á bankahruninu? Hverjir eru ábyrgir? Að mínu mati kemur eftirfarandi skýrt fram í skýrslunni: Ofvöxtur bankanna og slælegt eftirlit þeirra aðila, sem áttu að hafa eftirlit með bönkunum, er höfuðástæða hrunsins.Bankarnir þöndust of mikið út Menn eru sammála um það í dag, að bankarnir hafi þanist of mikið út. Þeir urðu alltof stórir miðað við stærð íslenska hagkerfisins. En hvers vegna gerðist það og af hverju var ekki tekið í taumana? Ég tel að rekja megi upphafið til einkavæðingar bankanna. Meðan bankarnir voru ríkisbankar voru þeir af hóflegri stærð og þeir tóku ekki óeðlilega mikil lán erlendis. En við einkavæðingu bankanna urðu alger umskipti í þessum efnum. Bankarnir komust þá í hendur manna, sem kunnu ekki að reka banka og höfðu enga þekkingu á bankarekstri og síst á alþjóðlegri bankastarfsemi. Hinir nýju eigendur breyttu bönkunum í fjárfestingar- og braskstofnanir. Einkabankarnir byrjuðu að taka óhóflega mikil erlend lán til þess að fjármagna fjárfestingar erlendis, kaup á bönkum og öðrum fyrirtækjum. Lántökur bankanna urðu svo miklar erlendis, að skuldir bankanna námu orðið 8 til 10-faldri þjóðarframleiðslu. Þetta var svo mikil skuldsetning, að engin leið var fyrir bankana að greiða þessar skuldir til baka. Ekkert mátti út af bera til þess að illa færi. Og þegar erlendar fjármálastofnanir kipptu að sér hendinni og neituðu að framlengja lán íslensku bankanna hrundu þeir eins og spilaborgir. Ég tel, að ef bankarnir hefðu áfram verið ríkisbankar hefðu þeir staðist erlendu bankakreppuna.Eftirlitsstofnanir brugðust Gátu eftirlitsstofnanir, Fjármálaeftirlit (FME) og Seðlabanki ekki tekið í taumana og stöðvað útþenslu bankanna?Jú, þær gátu það. Þær höfðu nægar heimildir til þess. Fjármálaeftirlitið veitir fjármálastofnunum starfsleyfi og getur afturkallað þau leyfi. Fjármálaeftirlitið getur farið inn í bankana og skoðað öll gögn, sem það vill athuga. FME getur boðað fund í stjórn fjármálastofnana. FME getur vikið stjórn og framkvæmdastjóra fjármálastofnunar frá störfum. FME hefði getað sett Landsbankanum nokkurra mánaða frest til þess að breyta útibúum í Bretlandi og Hollandi í dótturfyrirtæki að viðlagðri afturköllun starfsleyfa útibúanna. Ef það hefði verið gert væri ekkert Icesave-vandamál í dag. Þá hefði Icesave heyrt undir Breta og Hollendinga. Þessar þjóðir hefðu þá orðið að ábyrgjast innstæður á Icesave-reikningum. Seðlabankinn gat stöðvað lántökur bankanna erlendis. Það hefði mátt gera í áföngum en markmiðið hefði átt að vera að minnka bankana. Seðlabankinn gat einnig aukið bindiskyldu bankanna, sem hefði torveldað stækkun þeirra og sennilega stöðvað hana. En í stað þess að auka bindiskylduna afnam Seðlabankinn hana. FME var alveg máttlaus eftirlitsaðili, án nokkurs myndugleika. Seðlabankinn var aðgerðarlaus gagnvart stækkun bankanna. Það eina sem bankinn hafði áhuga á var stækkun gjaldeyrisvarasjóðsins. Það var gott og blessað en Seðlabankinn átti einnig að stöðva vöxt bankanna og minnka þá og raunar hefðu FME og Seðlabankinn átt að vinna saman að því verkefni. Furðulegt er, að Seðlabankinn skyldi ekki þiggja tilboð Englandsbanka um að aðstoða Ísland við minnkun bankanna.Frjálshyggjan orsökin? Hvers vegna voru eftirlitsstofnanir aðgerðarlausar?Það var vegna þess að við stjórn í báðum þessum stofnunum, FME og Seðlabanka, voru menn sem trúðu á frjálshyggjuna. Þeir töldu að ekki ætti að hafa of mikið opinbert eftirlit. Allt ætti að vera frjálst, markaðurinn mundi leiðrétta það, sem þyrfti að leiðrétta. Þessi skýring er áreiðanlega rétt og samkvæmt henni ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla sök á hruninu og meiri en aðrir flokkar, þar eð flokkurinn innleiddi frjálshyggjuna í íslenskt þjóðfélag.Hver er ábyrgð stjórnvalda? Eru stjórnvöld saklaus? Báru þau enga ábyrgð. Jú vissulega báru stjórnvöld ábyrgð. Stjórnvöld báru ábyrgð á einkavæðingu bankanna og þau áttu að tryggja að bankarnir mundu ekki misnota frelsið. Stjórnvöld áttu að sjá til þess að eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankinn, mundu rækja hlutverk sitt og hafa nauðsynlegt eftirlit með bönkunum. Stjórnvöld áttu ekki að horfa aðgerðarlaus á FME og Seðlabankann sitja með hendur í skauti. Allir þessi aðilar bera ábyrgð. Ekki þýðir að vísa hver á annan. Fyrirtækin bera einnig mikla ábyrgð. Stjórnendur þeirra fóru ógætilega í "góðærinu", fjárfestu of mikið, eyddu of miklu og tóku of mikil lán. Hlutur þeirra í hruninu er mikill.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun