Vill órólega deild VG fella stjórnina? 26. ágúst 2010 06:15 Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Órói virðist hafa aukist innan Vinstri grænna vegna stjórnarsamvinnunnar við Samfylkinguna. Síðasta upphlaup VG vegna Magma málsins var stórt og ekki enn séð fyrir endann á því. Stuttu áður var upphlaup hjá VG vegna umsóknarinnar um aðild að ESB en því máli var frestað til hausts. Það var þó í stjórnarsáttmálanum að sækja ætti um aðild að ESB þannig að ekki var ástæða til þess að efna til upphlaups út af því máli. Stærsta upphlaupið var þó vegna Icesave-málsins en þar var ágreiningur svo mikill, að Ögmundur Jónasson þá heilbrigðisráðherra, sagði af sér ráðherraembætti í mótmælaskyni við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Stöðug upphlaup órólegu deildarinnar í VG veikja að sjálfsögðu ríkisstjórnina.Eðlilegra væri að að leysa ágreiningsmál stjórnarflokkannan innan stjórnarflokkanna í stað þess að bera þau alltaf á torg. En engu er líkara en VG kunni ekki að vera í ríkisstjórn. VG virðist halda, að flokkurinn geti bæði verið með og móti ríkisstjórninni. Það gengur ekki til lengdar. Ekki betra að rifta samningum við MagmaÓrólega deildin í VG hefur lagt mikla áherslu á að rifta samningnum við Magma um kaup á meirihluta í HS Orku.Sagt er,að samningurinn sé ógildur, þar eð um „skúffufyrirtæki" hafi verið að ræða í Svíþjóð,sem keypt hafi hlutinn í HS Orku. Ég tel að vísu að fyrirtækið í Svíþjóð sé löglegur lögaðili og að ekkert sé í lögum sem skyldi félagið í Svíþjóð til þess að hafa aðra starfsemi með höndum en eignarhald.En ef rannsókn ríkisstjórnarinnar leiðir í ljós,að samningurinn við sænska félagið sé ólöglegur þá telst samningurinn ógildur og verður felldur úr gildi. En fari svo tekur Glitnir eða kröfuhafar félagsins við HS Orku á ný en þar er einnig um útlendinga að ræða. Það verður því farið úr öskunni í eldinn. Órólega deildin í VG gerði litlar athugasemdir þegar samningur Magma var gerður við HS Orku í sumar. Upphlaupið hófst ekki fyrr en að samningsgerð lokinni. VG verður að virða stjórnarsáttmálannUpphlaup órólegu deildar VG á flokksráðsfundi vegna ESB umsóknar er enn undarlegra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, tók það skýrt fram þegar ríkisstjórnin var mynduð, að það væri gott að fá að vita hvað í boði væri hjá ESB og þess vegna hefði VG fallist á, að sótt yrði um aðild að sambandinu. Síðan yrði málið lagt undir þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin látin skera úr um það hvort Ísland ætti að ganga í ESB. En hvers vegna er órólega deildin í VG þá að efna til upphlaups um þetta mál, sem flokkurinn var búinn að semja við Samfylkinguna um. Málið er alveg skýrt í stjórnarsáttmálanum. Það er brot á stjórnarsáttmálanum, ef einstakir þingmenn VG samþykkja að draga eigi umsókn um aðild að ESB til baka. Icesave málið er eitt málið, sem mikill ágreiningur er um innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið fremstur í flokki andstæðinga stefnu stjórnarinnar í málinu. Margir telja nauðsynlegt að veita honum sæti í ríkisstjórninni á ný og að þá sé líklegra að unnt verði að leysa ágreining um Icesave innan ríkisstjórnarinnar. Ef til vill er það rétt. Raunar tel ég, að Ögmundur hefði aldrei átt að segja sig úr stjórninni. Það voru mstök, að hann skyldi fara úr stjórninni. Samfylkingin getur misst þolinmæðinaÓrólega deildin í VG verður að gera upp við sig hvort hún ætlar að styðja stjórnina eða ekki. Samfylkingin getur misst þolinmæðina, ef þessi stöðugu upphlaup halda áfram. Ríkisstjórnin verður ekki starfhæf, ef einhverjir þingmenn VG eru stöðugt að lýsa því yfir, að þeir hætti að styðja stjórnina, ef þeir fái ekki þessu og þessu framgengt. Slík vinnubrögð ganga ekki áfram.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun