Framtíð íslenskra fjölmiðla Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2010 11:16 Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar