Viltu krónu, manni? Stefán Benediktsson skrifar 17. apríl 2009 06:00 Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Benediktsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns. Undanfarið hefur bergmálað í eyrum okkar að innganga í Evrópusambandið og myntbandalag Evrópu sé engin lausn af því að hún geti ekki virkað nógu hratt, sé „ekki skyndilausn“. Ekki veit ég hvernig fólk sem talar svona lifir lífinu eða hefur samskipti. Hafnar það öllum lausnum, nema skyndilausnum? Pantar það aldrei flugmiða, leikhúsmiða eða steypu? Hefur það aldrei skapað nýja framtíð, verið á leiðinni í leikhús, ferðalag eða steypuvinnu, í stað þess að gera ekki neitt? Skyndilausnir eiga við í matargerð en ekki til að reka samfélag. „Viltu krónu, manni?“ eða „viltu evru, manni?“ Menn eiga ekki erfitt að velja í dag og mér segir svo hugur að fáir sjái fram á að þeir velji einhvern tíma krónu fram yfir evru. Kannski finnast svo þjóðhollir menn í dag að þeir taki frekar krónuna en jafnvel þeir hljóta að gera sér grein fyrir því að öngvir munu vilja skipta á henni og evru nema á undirmálsverði því það er krónan orðin; undirmálsgjaldmiðill. Við munum aldrei aftur geta sagt „viltu jöklabréf manni“ því krónan mun aldrei öðlast traust aftur í alþjóðaviðskiptum. Hún getur styrkst en hún verður alltaf lögð í einelti á einn veg eða annan. Hún verður alltaf veikburða leiksoppur, keypt eða seld eftir því hvernig gengið er þennan eða hinn daginn. Hún mun bara viðhalda óstöðugleika. Viljum við ekki búa við lægra verðlag, hærri laun, lægri skatta, lægri vexti og hærra þjónustustig en við búum við núna? Að ég tali nú ekki um líf án verðbólgu. Á fjölskylda okkar það ekki skilið að geta notað laun sín án þess að verðbólga skerði þau um 25%? Þá er ég ekki farinn að minnast á verðtrygginguna. Innan fárra daga kjósum við milli flokka sem vilja krónu með háum vöxtum og verðlagi ásamt lágum launum, lágu þjónustustigi, verðbólgu, gjaldeyrishöftum og þeirri afsiðun sem því fylgir eða þeirra sem vilja vera aðili Evrópusambandinu, nota evru, búa á einu verðlags- og þjónustusvæði án hafta í samstarfi við ríki sem hafa gert það að markmiði sínu að auka jöfnuð í sínum heimshluta í þágu friðar. Það gleymist of oft að ESB eru 500 milljón manna friðarsamtök. Kæru stjórnmálamenn! Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að krónan sé okkar framtíðargjaldmiðill. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að Seðlabanki Íslands sé betri vörn gegn sveiflum á peningamarkaði en Seðlabanki Evrópu. Ekki eyða tímanum í að telja okkur trú um að íslenskt lýðræði sé betra en evrópskt lýðræði. Fréttirnar segja okkur allt annað. Ekki gera ekki neitt. Höfundur er arkitekt.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar