Kosið til þings í Austurríki og Hvíta-Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:10 Hinn umdeildi Jörg Haider, leiðtogi Bandalags um framtíð Austurríkis, greiddi atkvæði á kjörstað í Klagenfurt í morgun. MYND/AP Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs. Erlent Fréttir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs.
Erlent Fréttir Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira