Hætta á harðri lendingu íslenska hagkerfisins 20. nóvember 2007 13:12 Seðlabanki Íslands. Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Í mati Standard & Poor's er óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar í erlendri mynt A+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Matsfyrirtækið segir horfurnar endurspegla vaxandi og þrálátt ójafnvægi í hagkerfinu auk skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum. Gengi íslensku krónunnar féll um tvö prósent við birtingu matsins og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum. Í matinu segir eftirfarandi: „Þótt skammtímaraunvextir Seðlabankans hafi farið yfir 8 prósent er virkni miðlunar peningastefnunnar takmörkuð af snarpri aukningu í erlendum lántökum heimila og lítilli svörun vaxta á íbúðalánum við auknu aðhaldi peningastefnunnar. Endurnýjaður vöxtur í neyslu og seinkun á aukningu útflutnings leiða til þess að viðskiptahallinn mun ekki lagast eins hratt og búist var við. Áframhald á mikilli lántöku til húsnæðiskaupa kyndir undir verðhækkunum á húsnæði sem aftur dregur úr hjöðnun verðbólgu. Þetta er undirrót þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 13.75 prósent í nóvember 2007. Hagvöxtur hefur verið mikill í síðustu uppsveiflum í fjárfestingu og útlánum og á húsnæðismarkaði. En hægja mun óhjákvæmilega á honum þegar hagkerfið kólnar. Veruleg hætta er á að hagvöxtur dragist saman vegna áhrifa frá leiðréttingu á gengi, fasteignamarkaði eða lánamarkaði. Fjármál hins opinbera bötnuðu verulega í efnahagsuppsveiflunni. Afgangur af rekstri ríkis og sveitarfélaga var að meðaltali 5,6 prósent af VLF árin 2005-2007. Ásamt myndarlegum tekjum frá einkavæðingu mun þetta hjálpa til við að færa skuldir hins opinbera undir 10 prósent af VLF árið 2007 úr 38 prósent árið 2003. Hins vegar hafa óbeinar ábyrgðir vegna fjármálageirans vaxið mikið vegna hraðrar útlánaaukningar innanlands. Neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Sá efnahagssamdráttur sem nú er hafinn mun hjálpa til við að vinda ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú þróun mun líklega tefjast vegna áætlana um hraða aukningu á útgjöldum hins opinbera sem og því að stöðugt hefur mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð. Í tengslum við háa og hækkandi innlenda og alþjóðlega vexti munu þessir þættir auka áhættuna af harðri lendingu íslenska hagkerfisins," segir í matinuMatið má lesa í heild sinni á vef Seðlabankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfismati ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í neikvæðar. Matsfyrirtækið segir neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Í mati Standard & Poor's er óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs staðfestar í erlendri mynt A+ fyrir langtímaskuldbindingar og A-1 fyrir skammtímaskuldbindingar. Matsfyrirtækið segir horfurnar endurspegla vaxandi og þrálátt ójafnvægi í hagkerfinu auk skorts á aðhaldi í ríkisfjármálum. Gengi íslensku krónunnar féll um tvö prósent við birtingu matsins og stendur gengisvísitalan í 121,8 stigum. Í matinu segir eftirfarandi: „Þótt skammtímaraunvextir Seðlabankans hafi farið yfir 8 prósent er virkni miðlunar peningastefnunnar takmörkuð af snarpri aukningu í erlendum lántökum heimila og lítilli svörun vaxta á íbúðalánum við auknu aðhaldi peningastefnunnar. Endurnýjaður vöxtur í neyslu og seinkun á aukningu útflutnings leiða til þess að viðskiptahallinn mun ekki lagast eins hratt og búist var við. Áframhald á mikilli lántöku til húsnæðiskaupa kyndir undir verðhækkunum á húsnæði sem aftur dregur úr hjöðnun verðbólgu. Þetta er undirrót þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í 13.75 prósent í nóvember 2007. Hagvöxtur hefur verið mikill í síðustu uppsveiflum í fjárfestingu og útlánum og á húsnæðismarkaði. En hægja mun óhjákvæmilega á honum þegar hagkerfið kólnar. Veruleg hætta er á að hagvöxtur dragist saman vegna áhrifa frá leiðréttingu á gengi, fasteignamarkaði eða lánamarkaði. Fjármál hins opinbera bötnuðu verulega í efnahagsuppsveiflunni. Afgangur af rekstri ríkis og sveitarfélaga var að meðaltali 5,6 prósent af VLF árin 2005-2007. Ásamt myndarlegum tekjum frá einkavæðingu mun þetta hjálpa til við að færa skuldir hins opinbera undir 10 prósent af VLF árið 2007 úr 38 prósent árið 2003. Hins vegar hafa óbeinar ábyrgðir vegna fjármálageirans vaxið mikið vegna hraðrar útlánaaukningar innanlands. Neikvæðar horfur endurspegla vaxandi hættu á harðri lendingu íslenska hagkerfisins. Sá efnahagssamdráttur sem nú er hafinn mun hjálpa til við að vinda ofan af efnahagslegu ójafnvægi en sú þróun mun líklega tefjast vegna áætlana um hraða aukningu á útgjöldum hins opinbera sem og því að stöðugt hefur mistekist að endurskipuleggja Íbúðalánasjóð. Í tengslum við háa og hækkandi innlenda og alþjóðlega vexti munu þessir þættir auka áhættuna af harðri lendingu íslenska hagkerfisins," segir í matinuMatið má lesa í heild sinni á vef Seðlabankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira