Óttast að alheimskreppa skelli á Guðjón Helgason skrifar 10. ágúst 2007 18:30 Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Sérfræðingar á alþjóðlegum fjármálamarkaði óttast alheimskreppu ef niðursveifla á mörkuðum í gær og í dag heldur áfram. Forsætisráðherra segir enn sem komið er enga ástæðu fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða. Dagurinn byrjaði illa á fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í morgun en niðursveifla var einnig á mörkuðum í gær vegna slæmrar stöðu þeirra fjármálastofnana sem lánað hafa fólki með slakt lánstraust fé til húsnæðiskaupa. Fjármálafyrirtæki hafa þurft að taka á sig mikið tap vegna þessa og hafa vanskil á lánum aukist verulega vegna hækkandi vaxta. Dow Jones-vísitalan hefur lækkað um tæp 4% í gær og í dag. Í Japan féll Nikkei-vísitalan um 2,5% í morgun og þá féll verð á hlutabréfum á mörkuðum í Hong Kong og Singapore um 2-4%. Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Norska blaðið Aftenposten talar um blóðrauðan dag á norskum markaði en þar lækkaði gengi hlutabréfa um 2,1% á fyrsta hálftíma sem viðskipti voru heimil í morgun. FTSE vísitalan í Lundúnum lækkaði um 3,1%, CAC-vísitalan franska lækkaði um 3% og hin þýska DAX um 1,6%. Seðlabankar Japans, Ástralíu, Evrópu og Bandaríkjanna hafa reynt að bregðast við þessu og dælt fé inn á markaðinn í þeirri von að ná jafnvægi og koma í veg fyrir frekari fall á mörkuðum. Þegar Kauphöll Íslands var lokað í dag hafði úrvalsvísitalan lækkað um 3,5% og krónan veikst um 2%. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum á Íslandi lækkaði mikið, mest í Exista um 6,5%. Sérfræðingar á alþjóðamarkaði segja að á þessari stundu sé ómögulegt að geta sér til um umfang vandans og áhrif hans um allan heim. Það sé þó ljóst að erfiðara verði fyrir banka, fyrirtæki og neytendur að fá lánsfé og nálgast lausafé. Að óbreyttu stefni í alheimskreppu. Sérfræðingar í íslenska bankageiranum segja að áhrifin hér verði vissulega einhver en íslensku bankarnir séu ekki berskjaldaðir fyrir lánveitingunum í Bandaríkjunum. Það verði hins vegar dýrara að taka lán og erfitt að fá þau. Skuldsettar yfirtökur verði færri og þá verði bankarnir af þókunartekjur. Þeir hafi þó varið sig vel fyrir veikingu krónunnar með að auka eigið fé í öðrum gjaldmiðlum fyrr í sumar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir enga ástæðu til að grípa til sérstakra aðgerða vegna ástandsins. Auðvitað hafi hræringar erlendis áhrif á íslenskum markaði nú miðað við opið hagkerfi og alþjóðavæðingu. Hins vegar sjái hann ekki ástæðu til að ríkisstjórnin grípi til sérstakra aðgerða, að minnsta kosti ekki að svo stöddu.
Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira