Gin- og klaufaveiki greinist á öðru býli Guðjón Helgason skrifar 7. ágúst 2007 12:15 Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Í morgun var greint frá því að gin- og klaufaveiki hefði greinst á nautgripabúi sem er í nokkurra kílómetra fjarlæðg frá búinu þar sem veikin greindist í síðustu viku. Um hundrað gripum hefur verið fargað. Ákveðið verður síðar í dag hvort varnarsvæðið verður stækkað. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að hugsanlega hefði veikin greinst á þriðja búinu til viðbótar en það hefur þó ekki verið staðfest. Óttast er að veikin, sem er afar smitandi, breiðist út um Suður-England og því allt gert til að koma í veg fyrir það. Enn er verið að rannsaka hvort sjúkdómurinn hafi borist í skepnurnar frá Pibright rannsóknarstöðinni sem er skammt frá býlunum en þar hafði veiran sem veldur veikinni verið meðhöndluð, bæði að opinberri stofnun sem annast dýraveikivarnir og einkareknu lyfjafyrirtæki. Verið er að kanna hvort öryggisreglum hafi verið fylgt en forsvarsmenn rannsóknarstöðvarinnar segja að svo hafi verið. Enn er verið að kanna hvort veiran hafi borist í skepnurnar með flóðvatni þegar sem mest flæddi á Englandi fyrr í sumar. Bóndinn á býlinu þar sem veikin greindist fyrst kom fram á blaðamannafundi hjá bresku bændasamtökunum í morgun. Hann sagði þetta hafa verið mikið áfall fyrir sig. Hann sagði að það hefði flætt upp úr holræsum á býlinu fyrr í sumar og það hefði einnig geta valdið smitinu. Talsmaður bændasamtakanna segir sjúkdóminn geta kostað bændur og aðra í samstarfi við þá tugi milljóna punda. Breska ríkisstjórnin hefur í samráði við Evrópusambandið bannað alla flutninga á lifandi búfé frá Englandi, Skotlandi og Wales og í morgun var formlegt bann á útflutningi á kjöt- og mjólkurafurðum útfært. Bann innflutningi á skepnum og afurðum frá Bretlandi til Norður-Írlands er einnig í gildi. Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi á Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Bændur á Bretlandseyjum segja það mikið áfall ef í ljós komi að sjúkdómurinn hafi borist í dýrin frá rannsóknarstöð sem meðal annars framleiðir bóluefni gegn sjúkdómnum. Í morgun var greint frá því að gin- og klaufaveiki hefði greinst á nautgripabúi sem er í nokkurra kílómetra fjarlæðg frá búinu þar sem veikin greindist í síðustu viku. Um hundrað gripum hefur verið fargað. Ákveðið verður síðar í dag hvort varnarsvæðið verður stækkað. Sky fréttastofan greindi frá því í morgun að hugsanlega hefði veikin greinst á þriðja búinu til viðbótar en það hefur þó ekki verið staðfest. Óttast er að veikin, sem er afar smitandi, breiðist út um Suður-England og því allt gert til að koma í veg fyrir það. Enn er verið að rannsaka hvort sjúkdómurinn hafi borist í skepnurnar frá Pibright rannsóknarstöðinni sem er skammt frá býlunum en þar hafði veiran sem veldur veikinni verið meðhöndluð, bæði að opinberri stofnun sem annast dýraveikivarnir og einkareknu lyfjafyrirtæki. Verið er að kanna hvort öryggisreglum hafi verið fylgt en forsvarsmenn rannsóknarstöðvarinnar segja að svo hafi verið. Enn er verið að kanna hvort veiran hafi borist í skepnurnar með flóðvatni þegar sem mest flæddi á Englandi fyrr í sumar. Bóndinn á býlinu þar sem veikin greindist fyrst kom fram á blaðamannafundi hjá bresku bændasamtökunum í morgun. Hann sagði þetta hafa verið mikið áfall fyrir sig. Hann sagði að það hefði flætt upp úr holræsum á býlinu fyrr í sumar og það hefði einnig geta valdið smitinu. Talsmaður bændasamtakanna segir sjúkdóminn geta kostað bændur og aðra í samstarfi við þá tugi milljóna punda. Breska ríkisstjórnin hefur í samráði við Evrópusambandið bannað alla flutninga á lifandi búfé frá Englandi, Skotlandi og Wales og í morgun var formlegt bann á útflutningi á kjöt- og mjólkurafurðum útfært. Bann innflutningi á skepnum og afurðum frá Bretlandi til Norður-Írlands er einnig í gildi.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira